Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 12

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 12
HUGMYNDIR STEINGRÍMS ARASONAR _____________________________________ UPPRUNI, SKÓLAGANGA OG STÖRF Steingrímur var fæddur 26. ágúst 1879 í Víðirgerði í Eyjafirði. Hann gekk aldrei í barnaskóla en lærði heima, fór 18 ára gamall í Möðruvallaskóla og lauk prófi þaðan árið 1899. Næstu ár stundaði hann búskap í Eyjafirði en annaðist einhverja barnakennslu á hverjum vetri. Kennaraprófi frá Flensborgarskóla lauk Steingrímur vorið 1908 með góðum árangri. Eftir það hélt hann unglingaskóla í tvö ár í Eyjafirði en gerðist árið 1910 kennari við Barnaskóla Reykjavíkur og kenndi þar í fimm ár. Arið 1915 sótti hann um styrk til Alþingis til vesturfararinnar og varð fyrstur til þess að hljóta svokallaðan utanfararstyrk kennara.2 Þann styrk fengu síðar margir kennarar og nýttu hann til að kynna sér skólamál erlendis. Steingrímur settist fyrsta árið í Morris High School í New York til þess að læra enska tungu en næstu fjögur ár stundaði hann nám í uppeldis- og menntunarfræðum við Teachers College við Columbia-háskóla, þekktustu og virtustu kennaramenntunarstofnun í Bandaríkj- unum. Arið 1920 kom Steingrímur heim og hóf um haustið kennslu við Kennara- skólann. Þar var hann æfingakennari næstu 20 ár, til ársins 1940, að undanskildu einu ári 1926-1927 er hann hélt enn vestur um haf og ferðaðist bæði um Bandaríkin og Kanada en stundaði um veturinn nám í uppeldis- og sálarfræði við Kali- forníuháskóla (Jakob Kristinsson 1953:11-21). Kennsluhættir í íslenskum skólum um 1915 Steingrímur hóf kennsluferil sinn um það bil sem fyrstu fræðslulög á íslandi tóku gildi.3 Skólagengnir barnakennarar voru þá fáir og bjuggu við slæm launakjör og réttindaleysi. Samtakamáttur þeirra var lítill og andstaða almennings ótrúlega almenn gegn aukinni lýðmenntun. Kennsluaðferðir margra sem fengust við kennslu drógu dám af gömlu latínuskólaaðferðunum, börnunum var hlýtt yfir, þau áttu að geta þulið utanbókar með sömu orðum og stóðu í kennslubókunum. Þær fáu kennslubækur sem til voru fyrir börn þóttu ágripskenndar og ýttu ekki undir áhuga á viðfangsefninu. Ýmsum kennurum þótti því mikið undir því komið að góðar kennslubækur kæmu á markaðinn og helst von til þess að þá batnaði kennslan.4 Þeim fjölgaði þó smám saman ungu kennurunum sem vörpuðu „þululær- dóminum fyrir borð" og gengu eftir því „að börnin hafi tileinkað sér efni bókar- innar ... og geti sagt frá því með eigin orðum; telja það eitt sönnun fyrir því, að þau viti og skilji það, sem þau fara með" (Þululærdómurinn ... 1915:154). Um þetta vitna margar greinar í Skólablaðinu en Hallgrímur Jónsson (1914) bendir á að fólk hafi kært kennara, sem hafi lært í Kennaraskólanum, fyrir að „troða" ekki, því þeir vilji hafa kennsluna skemmtilega. 2 Sjá handrit Pálma Jósefssonar að sögu Sambands (slenskra barnakennara, bls. 97. 3 Lög um fræðslu barna nr. 59/1907. 4 Sjá t.d. Skólablaðið 1916, bls. 75-76 og 151-155 og fleiri greinar sama ár. 10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.