Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 13

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 13
KRISTÍN INDRIÐADÓTTIR Áhugasamur kennari frá Flensborg Ýmislegt bendir til þess að Steingrímur hafi strax verið ötull og áhugasamur kennari. Kennaraskólinn í Reykjavík tók til starfa árið 1908 en þar var strax vorið 1909 komið á sex vikna framhaldsnámskeiði fyrir starfandi kennara. Slík námskeið voru haldin allan næsta áratug. Á námskeiðinu vorið 1910 var Steingrímur og tók virkan þátt í málfundum sem þátttakendur stóðu fyrir (Fundagerðabók kenn- ara v.). Þar hafði hann m.a. framsögu um fræðslulögin nýju og taldi þá tíu ára börn of ung til að vera skólaskyld. Vildi hann flytja aldurstakmarkið upp í 12 ár en hafa skólaskylduna til 16 ára aldurs og koma á unglingaskólum í sem flestum sveitum. Þá vildi hann ekki láta presta eina um kristindómsfræðsluna því kennarar gætu ekki eflt siðgæði barnanna öðru vísi en hafa hana á hendi. Á einum þessara firnda var Steingrímur kosinn í fimm manna nefnd til þess að kynna sér „ásigkomulag og starfsemi kennarafélaga, og koma með skýringar og tillögur síðar". Lagði nefndin til að „kennarar stofni smá félög í héruðum landsins ..." en á þessum árum var það einmitt hugmynd bamakennara að þessi smáu félög mynduðu kennarabandalag. Árið 1914 voru þessi félög þó aðeins orðin sex (Hallgrímur Jónsson 1914:122). Steingrímur var heima sumarlangt árið 1919 og var þá tækifæri til að taka upp þráðinn frá 1910. Hann var fenginn til þess að flytja erindi á almennum kennarafundi um nýjustu stefnu Bandaríkjamanna um starfsaðferð og stjórn í bamaskólum. Á þeim fundi var hann kjörinn í nefnd þriggja manna til að vinna að stofnun kennarasamtaka (Samtök með kennurum 1919). Steingrímur lagði snemma sitt af mörkum til kennslubókaútgáfu. Árið 1914 gaf hann ásamt Jörundi Brynjólfssyni út Reikningsbók handa alþýðuskólum (svör komu út 1915). Reikningsbókin hlaut góða dóma hjá Eyjólfi Eyjólfssyni (1915) kennara í Meðallandi en hann segir að sér hafi ekki þótt nein íslensku reikningsbókanna handhæg nema reikningsbók Ögmundar Sigurðssonar þangað til þessi kom út. Hann telur kosti bókarinnar einkum felast í því að „kenna fyrst hið auðveldara og síðan hið erfiðara" og að „bera hið ókunna saman við hið kunnuga". Dæmi eru skýrð á undan reglunum svo börnin skilji fremur en muni.5 Þetta bendir til þess að Steingrímur hafi þegar áður en hann fór utan fyrst og fremst borið hag barnanna fyrir brjósti og viljað ganga út frá getustigi þeirra. Árið 1913 varð Steingrímur ritstjóri Unga íslands, sem var myndablað fyrir börn og unglinga. Hann skrifaði bömunum á íslandi reglulega að vestan og sendi bæði frumsamið og þýtt efni. Blaðinu ritstýrði hann einn eða með öðrum á árunum 1913-1923,1925 og 1927-1933. KENNINGAR OG STEFNUMÖRKUN í SKÓLAMÁLUM í BANDARÍKJUNUM Augljóslega má rekja skoðanir og baráttumál Steingríms til þeirra hugmynda sem hæst bar í Bandaríkjunum á þeim tíma sem haim dvaldist þar. Þetta var í árdaga 5 Sjá einnig Friðrik Hjartarson 1916 og Snorra Sigfússon 1915. 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.