Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Síða 20
HUGMYNDIR STEINGRÍMS ARASONAR
óumflýjanleg nauðsyn. Skólar voru auðvitað misjafnir en skólaeftirlit var lítið og oft
undan því kvartað í Skólablaðinu (sjá t.d. Jón Kjartansson 1916).
Þó áhugasamir menn um alþýðufræðslu hefðu lengi beitt sér fyrir því að
heimavistarskólar leystu farskóla í sveitunum af hólmi hlutu um 40% skóla-
nemenda ennþá kennslu í farskólum skólaárið 1920-1921. Börn á skólaskyldualdri
(10-14 ára) voru 9219 skv. manntali 1. desember 1920. Alls nutu 6629 nemendur
kennslu veturinn 1920-1921 og voru 523 þeirra yngri en tíu ára. Þau böm undir
skólaskyldualdri sem nutu kennslu voru 8,4% af bömum á aldrinum sjö til níu ára
(Barnafræðsluskýrslur árin 1920-1966 1967:12-17). Á kennaranámskeiði í Kennara-
skólanum vorið 1921 (Fundagerðabók kennara ...) töldu kennarar aðalvanda sinn
vera að skólahús væru fá og slæm og fjárhagur þröngur en þó væri skilningsleysi
fólksins örðugast við að búa. Auk þess væri samkomulagi skólanefnda og kennara
stundum ábótavant. Kennararnir virtust vera óánægðir með fræðslulögin, fannst
margir kennarar ekki vera stöðu sinni vaxnir og kennaraskipti væru tíð. Miklar
umræður fóru því fram um samvinnu heimila og skóla sem talin var erfið í strjál-
býli en skást í þorpum.
Árið 1919 fengust á Alþingi samþykkt Lög um skipun barnakennara og laun peirra
þar sem þeim voru í fyrsta sinn tryggð sanngjöm laun. Eftir að hafa ritað langmest
um kjara- og ráðningarmál sín um langa hríð verður kennurum nú tíðrætt um það
los sem var á þjóðlífinu, fólksflóttann úr sveitum og þann uppeldislega vanda sem
skapaðist í kaupstöðum og þorpum. Uppeldisskilyrði heimilanna virðast raunar
alls staðar hafa versnað og foreldrar áttu erfiðara með að sinna þeirri lagalegu
skyldu að senda börnin læs í skóla tíu ára gömul. Fleiri og fleiri börn komu því ólæs
í skólana og kennarar voru yfirleitt vanbúnir að kenna lestur. í nefndaráliti um
Bamaskóla Reykjavíkur12 (Guðrún Lárusdóttir o.fl. 1913), fjölmennasta skóla lands-
ins, kom fram að nær þriðjungur barna þar var undir skólaskyldualdri, sum þeirra
jafnvel ekki orðin átta ára. Bömum fór fjölgandi í skólanum, einkum þeim sem voru
undir skólaskyldualdri. í Reykjavík þótti gott að koma bömum í tímakennslu, og
ýmsir kennarar ráku einkaskóla eða kenndu í aukavinnu. í Barnaskólanum hafði
verið mikil óreiða á öllu skólahaldi á stríðsárunum bæði vegna þrengsla og hás
verðs á eldsneyti og ljósmeti. Hafði skólanum verið slitið próflaust í tvö ár
(Skólablaðið 1919:79-80). Árið 1920 voru þar um 1350 böm en húsnæðið var talið
rúma vel 500 böm og 1000 ef miðað væri við tvísetningu.
Skólamir áttu í vanda með að uppfylla kröfur fræðslulaganna vegna þess að
grundvöllurinn hafði ekki verið lagður á heimilunum. Auk þess var komin upp
mikil óánægja meðal kennara með ýmislegt í hinu hefðbundna skólastarfi, t.d.
kennsluaðferðir og einkunnagjafir sem víða voru daglegar og voru taldar spilla
kennslu (sjá t.d. [Hallgrímur Jónsson] 1918 og Magnús Helgason 1919:227-228). í
bók Magnúsar kemur vel fram hvaða uppeldisfræði var kennd í Kennaraskólanum;
segir hann þar að tvær meginreglur í kennslu nái yfir flest:
12 Nefndin var sett af bæjarstjóm Reykjavíkur.
18