Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Qupperneq 21

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Qupperneq 21
KRISTÍN INDRIÐADÓTTIR 1. Kenslan á að byrja á Ijettu, enfeta þaðan áfram til þess, sem þyngra er. 2. Börnin eiga að starfa sem mest sjálf að því að afla sjer kunnáttunnar og þekking- arinnar. Sömu hugsun hafði Guðmundur Finnbogason (1903:48) orðað í bók sinni Lýðment- un: „Alt nám verður að vera starf er sé þannig sniðið eftir kröftunum að erfiðið sem heimtað er sé hvorki of né van." Kennarar gátu þó mætt skilningsleysi ef þeir reyndu aðferðir þar sem byggt var á nýjum hugmyndum í uppeldisfræði eða reyndu að rtálgast heimilin með því að koma á foreldrafundum eða umræðu um uppeldis- mál (sjá t.d. Ingimar Jóhannesson 1952, Vörður 1918 og Hervald Björnsson 1921). Margir kennarar gerðu sér ljósa þörfina fyrir að koma á viðhorfsbreytingu hjá almenningi en jafnframt innan sinnar eigin stéttar. Alþingi veitti árið 1918 Hinu íslenska kennarafélagi 500 krónur til alþýðufyrirlestrahalds gegn því skilyrði að 3/4 þeirra yrðu haldnir í sveitum. Efni tveggja fyrirlestranna á því ári var um sálar- þroska barna og tveir snertu samband heimila og skóla. Auk þess var einn um kennsluaðferðir Maríu Montessori og var hann síðar prentaður í Skólablaðinu (Alþýðufræðsla ... 1919). Þeim kennurum fór mjög fjölgandi sem leituðu sér aukinnar þekkingar á skóla- málum erlendis og má víða sjá frásagnir þeirra og samanburð við íslenskar að- stæður í málgögnum kennara. Ögmundur Sigurðsson, einn allra virtasti lærimeist- ari íslenskra kennara, fór í kynnisferð alla leið til Bandaríkjanna og Kanada vetur- inn 1917-1918 „að tilhlutan ýmsra þeirra manna, er annast láta sér um fræðslumálin í landinu" (Friðrik Bergmann 1918:60). Friðrik hefur eftir Ögmundi að hann hafi séð í ferðinni „að brýn nauðsyn sé til þess á íslandi að sjá sér fyrir fullkomnari og betri kennurum en þeim, sem nú er völ á. í öðru lagi kveðst hann hafa komist í skilning um, hve áríðandi það sé að byggja kensluna á betri sálarfræðigrundvelli, en títt hefir verið. í þriðja lagi sé þess brýn þörf á íslandi að afla sér betri kenslubóka ..." Fjórða brýna atriðinu bætir hann við: „að bæta svo kjör kennaranna að kennara- staðan verði lífvænleg" (bls. 61). Árið 1920 var ellefti norræni kennarafundurinn haldinn í Kristjaníu (Ósló) og sóttu hann fimm íslendingar. Að því er virðist voru þeir flestir erlendis í öðrum erindum og því óundirbúnir á fundinum. Kenndi Helgi Hjörvar (1920:120) ritstjóri Skólablaðsins um „tómlæti kennarastjettarinnar og and- varaleysi hins opinbera [sem] hjálpast að til að niðurlægja ísland á þessum fundi". Það var við þessar aðstæður sem Steingrímur kom til starfa á Islandi og hófst umsvifalaust handa í baráttunni fyrir nýjum viðhorfum í uppeldis- og kennslu- málum. í ársbyrjun 1921 varð hann ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni, samkennara sínum við Kennaraskólann, meðritstjóri Helga Hjörvar að Skólablaðinu. Þar birti hann ýmsar greinar eftir sig þangað til það hætti að koma út. KENNSLUBÆKUR OG KENNSLUAÐFERÐIR Um 1920 var stöfunaraðferð við lestrarkennslu alsiða og við skriftamám fengu börnin forskrift og áttu að líkja eftir stöfunum. Hér hafði Steingrímur sannarlega nýtt til málanna að leggja. 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.