Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 26

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 26
HUGMYNDIR STEINGRÍMS ARASONAR hann einnig í Skólablaðið (1921). Ári síðar flutti hann erindi á kennaraþingi um sama efni og ítrekaði enn 1923 ósk um stuðning við þessa hugmynd sína. Ekkert varð úr framkvæmdum en þetta leiddi til þess að þingið samþykkti að gefnar yrðu út „sýnikennslumyndir og landslagskort af Islandi". Kort Samúels Eggertssonar kom út 1928 (Gunnar M. Magnúss 1939:282-283). Talið er að Helgi Hjörvar hafi fyrstur notað orðið átthagafræði í Skólablaðinu 1920 og hún sé í rauninni kennsluaðferð fremur en námsefni þó hún sé venjulega talin með námsgreinum (Skóli ísaks Jóns- sonar 1979:57). Helgi er í þessari grein að lýsa alþýðufræðslu í Svíþjóð. Átthagafræðin komst inn í námskrána 1929. Þar er hún eina greinin þar sem markmiðum er lýst. í greininni skyldi ekki prófa en leggja mesta áherslu á uppeldi barnsins. Námskrá í landafræði, sögu og náttúrufræði átti að byggjast á átthaga- fræðinni. Onnur rit og ritstjórn Fyrir utan aðild sína að ritstjórn Unga íslands og Skólablaðsins ritstýrði Steingrímur tímaritinu Sumargjöf á árunum 1925-1930 og skrifaði greinar í það. Sumargjöf var ætluð foreldrum en almenningur sýndi ritinu lítinn áhuga og var útgáfu þess hætt en í staðinn stofnað til tveggja rita. Átti annað að höfða til foreldra en hitt að vera hollt og skemmtilegt lesefni fyrir börn. Af því fyrrnefnda, sem hét Fóstra, kom aðeins út eitt hefti árið 1931. Barnaritið Sólskin fékk mun betri viðtökur, seldist vel og varð vinsælt. I bókinni Mannbætur, sem kom út 1948, birti Steingrímur heildarsjónarmið sín í uppeldis- og skólamálum og draum sinn um mannbótaskóla.23 Þá þýddi hann m.a. Fósturdóttur úlfanna eftir sálfræðinginn Arnold Gesell, gaf út ljóðmæli sín o.fl. Langstærstur hiuti ritsmíða hans er á einhvern hátt tengdur uppeldi og kennslu eða skrifaður fyrir börn. Auk þessa átti Steingrímur sæti á alþjóðaþingum um uppeldis- mál og átti t.d. þátt í stofnun UNESCO. Auk handbóka um kennslu ritaði Steingrímur fjölda greina og ávarpa um uppeldi og kennslu. Fljótlega eftir heimkomuna benti hann á nauðsyn góðrar alþýðufræðslu (1922) og var æ síðan óþreytandi að vekja máls á umbótum í skóla- starfi. Hann bar ótakmarkaða virðingu fyrir barnseðlinu og lagði höfuðáherslu á athöfn barnsins, áhuga, starfsþrá og starfsgleði. „Aðalstarf kennarans verður að leita skilnings á eðli barnsins og ástandi og byggja alt uppeldið á þeim grundvelli" (Steingrímur Arason 1919:89). Allar kennsluaðferðir útfærir hann í ljósi athafnasemi og áhuga barna. „Betra er að vera smástígur í áttina að hugsjóninni, en að kenslan verði leiðinleg" segir hann í Leiðarvísi við skriftarkenslu (1922:15). í grein í Mennta- málum 1931, þar sem hann vekur athygli á Rauða krossi barna, vitnar hann í Dewey sem einn mesta uppeldisfræðing nútímans og hefur eftir honum „að þær athafnir séu illar, sem hindra frekari athafnir, og þau störf góð sem leiða til meiri starfa" (bls. 75). 23 Mannbótaskóli var andstæða námsgreinaskóla. Þar átti að leggja höfuðáherslu á að læra að lifa með beinni þátttöku í öllu lífi umhverfisins og finna ráð til þess að endurbæta atvinnulíf, heimilishætti, hugarfar fólks og breytni. 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.