Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 27

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 27
KRISTÍN INDRIÐADÓTTIR Skrifleg og samræmd próf Þegar Steingrímur og Ólafur Ólafsson frá Hjarðarholti voru fengnir til þess að rannsaka kunnáttu og þroska allra barna við Barnaskóla Reykjavíkur haustið 1920 lögðu þeir samræmd próf fyrir börnin með nýjum aðferðum. Niðurstöðurnar birtust í Morgunblaðinu í júlí 1921 og sýndu að árangur var helmingi lélegri en í sambærilegum athugunum í Bandaríkjunum. Kennarar Barnaskólans tóku niður- stöðunum illa og töldu ósæmilegt að bera íslensku börnin saman við þau banda- rísku auk þess sem þau íslensku væru óvön þessum prófaðferðum. Steingrímur skrifaði grein sem birtist í fimm hlutum í Morgunblaðinu í janúar 1922 undir heitinu „Barnaskólinn" en hún var síðar sama ár gefin út í litlu hefti undir nafninu Nýjar prófaðferðir. Þar og víðar telur Steingrímur24 upp rökin fyrir prófunum en þau voru einkum: - Með þeim má flokka greinilega við skólabyrjun og skynsamleg flokkun er lyfti- stöng framfara. - Ákvæðismörk gefa takmark að keppa að en það eykur börnunum starfshvöt að geta mælt eigin leikni og framfarir. - Hægt er að bera saman skólakerfi, bekki, nemendur og barn getur borið sig sam- an við sjálft sig (mest um vert). Ólafur Proppé (1983:260-270) rekur upphaf skriflegra prófa á íslandi og telur Steingrím hafa haft þar mikil áhrif enda þótt hann telji fleiri þætti hafa valdið því hve ört þau breiddust út. Árið 1920 skipaði stjórnarráðið nefnd til þess m.a. að semja frumvarp að nýrri löggjöf um barnafræðslu. í skýrslu nefndarmanna, Guð- mundar Finnbogasonar og Sigurðar Sívertsen (1921), kom fram vilji til þess að taka upp samræmd próf, en Steingrímur vann með nefndinni og sat með henni marga fundi. Skrifleg próf voru lögð fyrir í Barnaskóla Reykjavíkur vorið 1923 þó Sigurður Jónsson skólastjóri þar varaði við þeim í Morgunblaðinu um svipað leyti (Ólafur Proppé 1983:262). Ýmsir deildu við Steingrím um þessi efni upp úr 1920 en einna frægustu ádeiluna á nákvæmar mælingar flutti Sigurður Nordal á kennaraþingi í Reykjavík og víða í Skaftafellssýslum 1926. Hún birtist aukin í Vöku sama ár undir heitinu „Samlagning". Þeirri gagnrýni svaraði Steingrímur í Iðunni (1928) og nefndi grein sína „Frádrátt". Þar færir hann fram sömu rök og hér eru nefnd og ítrekar að þyngst vegi að skólinn sé lagaður eftir eðli barnanna og þau fái verkefni við sitt hæfi, þ.e.a.s. að nemandanum sé veitt meiri athygli en námsefninu. Stjórn SÍB tók prófmálin upp á sína arma og komu þau hvað eftir annað til umræðu á kennara- þingum. Á meðan Steingrímur dvaldist í Bandaríkjunum í leyfinu 1926-192725 ritaði hann ýmislegt í blöð til stuðnings þeim mælingaaðferðum sem hann taldi þá hafa rutt sér til rúms alls staðar þar sem uppeldi væri ekki á eftir tímanum. Hann taldi þær hafa varðað mestu um bætt skólakerfi vestra og þóttist sjá að í framtíðinni yrði 24 Sjá t.d. grein í Skólablaðinu 1922, bls. 1-3. 25 Sjá Frá Vesturheimsför 1926, Nýjar kennsluaðferðir 1927, Brjef frá Califomíu 1927. 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.