Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 28
HUGMYNDIR STEINGRÍMS ARASONAR
skólastarf lagað meira að þörfum og ástandi hvers einstaklings til að koma í veg
fyrir bamasjúkdóma og afbrot. í þessum greinum leggur Steingrímur mesta áherslu
á mælingamar sem flokkunartæki og hrífst mjög af einstaklingsaðferðum sem leyfi
þeim sem komast hratt í gegnum skólann að fara hratt.
Ólafur Proppé (1983:268-269) telur Steingrím hafa verið fyrsta íslendinginn
sem kynnti skrifleg próf og vísindalegar mælingar sem eina tæka mælikvarðann á
getu nemenda. Víst er um það að hann hafði mikil áhrif á að samræmd próf voru
tekin upp árið 1929 og samdi sum þeirra. Lífseigast varð reikningsprófið sem var
notað í meira en 40 ár en grunninn að því lagði Steingrímur á þriðja áratugnum.
Það voru raunar nemendur Steingríms sem gerðu ýmsar athuganir á samræmdum
prófum upp úr 1930, t.d. Ármann Halldórsson og Bjarni M. Jónsson. Prófseinkunnir
áttu eftir að verða meginflokkunartækið í íslenskum barnaskólum í áratugi. Börn-
um var raðað í bekki eftir getu í meira en 40 ár.
Sumarskólinn
Einn afrakstur skýrslunnar um Bamaskólann var sumarskólinn. Höfundamir lögðu
þar til að komið yrði á laggimar sumarskóla fyrir 6-10 ára börn og skyldi bærinn
kosta hann. Steingrímur skrifaði grein um sumarskóla í Skólablaðiö haustið 1920 þar
sem hann lýsir hugmyndum sínum. Vorið eftir hratt hann þeim í framkvæmd og
fékk til liðs við sig kennara úr Barnaskólanum. Börnunum var kennt þar frá miðjum
maí og út júní (Helgi Hjörvar 1921).
Hér var settur á fót hinn sanni skóli samkvæmt hugmyndum Deweys og verk-
hyggjumanna, skóli sem var hluti af eðlilegu lífi barnanna og námskráin var miðuð
við þroska þeirra og áhuga. Steingrími þótti sumartíminn dýrmætur því þá vannst
margt í senn. Bömin nutu hreins lofts og bestu kennsluáhalda sem völ var á, þ.e.
náttúrunnar, og starfs- og leikhvöt þeirra fékk notið sín. Börnunum var þó einnig
kennt inni og var sú kennsla með venjulegu sniði. Sumarskólinn var starfræktur
flest ár á milli 1921 og 1930 en þá var skólaskyldan færð niður í átta ár í Reykjavík.
Árið 1928 hóf ísak Jónsson rekstur vorskóla í Kennaraskólanum. Þar var lögð höfuð-
áhersla á að skapa bæjarbömunum þroskavænlegt umhverfi og lítið lagt upp úr
bóklegri kennslu.
Æfingakennari í 20 ár
í starfi sínu var Steingrímur í lykilaðstöðu til þess að hafa áhrif á kennarastéttina
þar sem hann var æfingakennari við Kennaraskólann í 20 ár. Kennslugreinar hans
þar voru landafræði og skrift (síðar enska) og hann sá um kennsluæfingar fyrir
kertnaranema. Þegar hann hóf störf við Kennaraskólann haustið 1920 tók hann við
öðrum æfingabekknum, þ.e.a.s. bamakennslunni, og kenndi honum í gamla skóla-
húsinu til 1930 að undanskildum vetrinum 1921-1922 er hann var í Miðbæjar-
skólanum (Freysteinn Gunnarsson 1958:54-55).
Af lýsingum nemenda og samstarfsmanna Steingríms má sjá að þar fór mikill
mannvinur og frábær kennari26 þó sumir nefni að hann hafi ekki verið afgerandi
26 Sjá t.d. Amgrím Kristjánsson 1958, Ragnheiði Jónsdóttur 1951, Stefán Júlíusson 1979.
26