Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Síða 29

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Síða 29
KRISTÍN INDRIÐADÓTTIR stjómandi. „Við fyrstu sýn gat manni virzt dálítill losarabragur á nemendunum, en ekki leið á löngu þar til maður sá, að þarna vann hver nemandi af áhuga og kappi, gleðin ríkti í hverjum hug og allir lögðu sig fram, án ótta við boð og bann. Sam- bandið milli kennarans og barnanna var svo frjálslegt og innilegt, að þau gáðu ekki að sér, litlu skinnin, fyrr en þau höfðu kallað hann pabba í ógáti, þegar þau þurftu hjálpar við" (Andrés Kristjánsson 1951). Á fyrstu kennsluárunum var Steingrímur störfum hlaðinn. Fyrir utan sitt aðal- star'f samdi hann flestar kennslubækur sínar um það leyti og reyndi að koma sjónarmiðum sínum í kennslumálum á framfæri í blöðum og tímaritum; sumum ritstýrði hann sjálfur. Þá vann hann að undirbúningi og stofnun SÍB og sat þar í stjóm fimm fyrstu árin. Margsinnis lét hann til sín taka á kennaraþingum. Á þessu sést að hann hefur verið ötull baráttumaður þó samferðamenn telji ljúfmennsku og mildi hafa verið hans aðalsmerki. Fyrir utan þessi störf var hann einn aðalhvata- maður að stofnun Bamavinafélagsins Sumargjafar sem stofnað var 1924 og sat í stjórn þess í 15 ár. Ekki ætlaði Steingrímur sér þó að vera æfingakennari til æviloka. Árið 1930 sótti hann um skólastjórastöðuna við hinn nýja Austurbæjarskóla. Þá stöðu fékk hann ekki þó hann hlyti atkvæði meiri hluta skólanefndar (Austurbæjarskólinn ... [1980]:3). ÁRANGUR SEM ERFIÐI? Spyrja má hverju einstaklingur, sem kemur til íslands að loknu löngu háskólanámi í fjarlægri heimsálfu, fær áorkað til breytinga á félagslegri stofnun eins og skóla. Hvemig viðtökur fá nýjar erlendar hugmyndir og hvemig aðlagar boðberinn þær aðstæðum eigin þjóðfélags og umhverfi? Við hvaða skilyrði hefur hugsjónabarátta einstaklings almenn áhrif, eða er yfirleitt hægt að meta slík áhrif? Taka má undir það, sem haft er eftir nemendum Steingríms og samverkamönn- um, að ýmsar af þeim nýjungum sem hann barðist fyrir náðu rótfestu, einkum smábarnakennslan og skriflegu prófin. Þegar athugað er hverjir voru í Kennara- skólanum á kennsluárum Steingríms kemur í ljós að margir þeirra urðu áhrifamenn í íslenskum skólamálum og létu til sín taka í ræðu og riti. Nefna má þá sem tóku til starfa í nýju Reykjavíkurskólunum, Austurbæjarskólanum frá 1930 og Laugarnes- skólanum frá 1935. Margir þessara kennara lögðu sitt af mörkum til þess að vinna áhugamálum Steingríms fylgi og ýmis nýbreytni þeirra þykir nú annaðhvort sjálf- sögð í kennslu eða svipuð viðhorf hafa komið upp síðar. Margt af þessu fólki varð líka samverkafólk Steingríms á vettvangi Sumargjafar. Á sextugsafmæli Steingríms 1939 telur Jakob Kristinsson að flestar nýjungar sem Steingrímur flutti heim séu „viðurkenndar og í hávegum hafðar" þó gleymst hafi að geta upphafsmannsins. Pálmi Jósefsson (1969 og 1978), sem vann í 46 ár við Miðbæjarskólann, telur í blaðaviðtölum að Steingrímur hafi haft „mjög mikil áhrif á íslensk skóla- og kennslumál" og nefnir sérstaklega þátt hans í að skrifleg próf voru tekin upp og að hann hafi verið brautryðjandi í byrjendakennslu. Hann telur leið- beiningar hans sem kennara hafa verið „dýrmætt veganesti". 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.