Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 39

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 39
AÐFERÐ SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR, KRISTJANA BLONDAL Þátttakendur Unglingar í öllum 9. bekkjum grunnskóla Reykjavíkur vorið 1994 tóku þátt í þessari rannsókn. Ári síðar var sömu nemendum, þá í 10. bekk, fylgt eftir. Skólaárið 1993-1994 voru 1430 nemendur skráðir í 9. bekk í almennum grunn- skóla í Reykjavík. Vorið 1994 voru þátttakendur í rannsókninni 1295, 636 piltar (49%) og 659 stúlkur (51%). Svarhlutfall var því 91%. Þess skal getið að grennslast var fyrir um þá sem voru fjarverandi og fengust oftast þau svör að forföll hefðu verið tilkynnt vegna veikinda. Engu að síður má gera ráð fyrir einhverjum forföll- um þeirra sem eru í áhættuhópi vegna áfengisneyslu. Vekja verður þó athygli á háu svarhlutfalli. Vorið 1995 náðist í 1103 unglinga af þeim sem tóku þátt í rannsókn- inni árið áður, eða 85% þeirra. Svarhlutfall síðara árið var því 77% af þeim sem skráðir voru í 9. bekk árið áður. Af þeim voru 536 piltar (49%) og 567 stúlkur (51%). Við framsetningu á niðurstöðum rannsóknarinnar hér á eftir er vísað til aldurshóps en ekki bekkjar; talað er um 14 ára unglinga þegar þeir eru í 9. bekk og 15 ára í 10. bekk. Framkvæmd Spurningalisti um neyslu ýmissa vímuefna, þ.á.m. áfengis, viðhorf til áfengisneyslu og ástæður fyrir því að drekka eða ekki var lagður fyrir unglingana á skólatíma. Könnunin fór fram í fyrra skiptið í mars 1994 en síðan aftur í janúar 1995. Mælitæki Spurningalistinn um áfengisneyslu unglinga byggir á kvarða sem notaður er í samvinnuverkefni Evrópulanda en við hönnun hans hefur í ríkum mæli verið sótt í smiðju Bandaríkjamanna (Þóroddur Bjarnason 1994). Stéttarstaða var metin með tilliti til starfs og menntunar bæði móður og föður. Notaður var sexskiptur stéttakvarði sem byggir á kvarða Hollingshead (1975). Þegar munur kom fram á stéttarstöðu móður og föður var tekið mið af hærri flokki samkvæmt kvarðanum. Unglingamir voru spurðir hjá hverjum þeir byggju. Gefnir voru upp sjö kostir við spurningu um fjölskyldugerð: bý hjá 1) móður og föður, 2) móður og sambýlis- manni, 3) föður og sambýliskonu, 4) móður, 5) föður, 6) á eigin vegum eða 7) annað fyrirkomulag. Enginn bjó á eigin vegum og 22 unglingar merktu við annað fjöl- skylduform, s.s. að þeir byggju hjá ömmu og afa. Til einföldunar var þeim sleppt í útreikningum á áhrifum fjölskyldugerðar enda ekki hægt að líta á þessa ein- staklinga sem einlitan hóp þar sem fjölskylduform innan þessa flokks eru ólík. NIÐURSTÖÐUR f þessum kafla verður fyrst gerð grein fyrir niðurstöðum um áfengisneyslu unglinga. í framhaldi af því verður greint frá helstu ástæðum unglinga fyrir því að drekka eða ekki og viðhorfum þeirra til áfengisneyslu. 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.