Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 42
ÁFENGISNEYSLA REYKVÍSKRA UNGLINGA
Tafla 3
Magn áfengis
Hve mikið drekkur þú venjulega af áfengi í hvert skipti?
Hversu Óháð teg. Áfengur bjór Létt vín Sterkt áfengi
mörg glös 14 ára 15 ára 14 ára 15 ára 14 ára 15 ára 14 ára 15 ára
Minna en 1 (%) 15 9 20 14 33 31 16 11
1 (%) 10 7 21 19 27 23 13 12
2 (%) 15 13 18 19 16 15 21 15
3—4 (%) 31 32 19 19 12 11 29 30
5-6 (%) 19 24 12 16 5 10 15 21
7 eða fleiri (%) 10 15 10 13 7 10 6 11
Samtals 100 100 100 100 100 100 100 100
Fjöldi svara1 621 680 575 638 411 484 529 621
1) Hinungis þeir sem drekka viðkomandi tegund.
Þegar mið er tekið af áfengismagni óháð tegundum má sjá í Töflu 3 að drjúgur hluti
14 ára unglinga (40%) sagðist drekka tvö glös eða minna í hvert skipti. Ari síðar
þegar þeir voru 15 ára var sá hópur um 30%. Hins vegar drakk tæpur þriðjungur 14
ára unglinga fimm eða fleiri glös í hvert skipti og ári síðar voru það um 40% þeirra.
Hér má því greina aukningu á milli ára á fjölda þeirra unglinga sem drekka að
jafnaði fimm glös eða fleiri í hvert skipti (10% munur +/-5,1/ p<0,05). Jafnframt
kom fram að bæði þegar unglingarnir voru 14 og 15 ára drekka fleiri þeirra fimm
glös eða meira af bjór og sterku áfengi en af léttvíni (14 ára: minnsti munur 9%
+/-4,7, p<0,05; 15 ára: minnsti munur 9% +/-4,5, p<0,05). Neysla á léttu víni virðist
annars eðlis en á bjór og sterku áfengi þar sem einnig var mun algengara að ungl-
ingarnir drykkju minna en eitt glas af léttvíni en af hinum tegundunum tveimur (14
ára: minnsti munur 13% +/-5,6, p<0,05; 15 ára: minnsti munur 17% +/-4,9, p<0,05).
Sérstök athygli skal einnig vakin á því að af þeim sem drekka sterkt áfengi sagðist
um fimmtungur 14 ára unglinganna drekka fimm glös eða fleiri í hvert skipti og um
þriðjungur þegar þeir voru orðnir 15 ára (11% munur +/-5,0, p<0,05). Það má því
segja að stór hópur unglinga drekki illa og að sá hópur stækki á milli 14 og 15 ára
aldurs.
Eins og fram hefur komið var unglingunum gefinn kostur á að svara að þeir
drykkju ekki þegar spurt var um áfengismagn óháð tegundum. Kannað var hve
hátt hlutfall þeirra unglinga sem neyttu áfengis samkvæmt þeirri spurningu drakk
tilteknar tegundir. Hliðstæðar niðurstöður og greint er frá hér að framan um neyslu
40