Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Síða 43
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR, KRISTJANA BLÖNDAL
á mismunandi tegundum áfengis komu fram. Á meðal 14 ára unglinga voru 87%
sem sögðust drekka áfengan bjór, 85% sögðust drekka sterkt áfengi og 66% drukku
létt vín (minnsti munur 19% +/-5,4, p<0,05). Ári síðar drukku 94% þeirra áfengan
bjór, 91% drukku sterkt áfengi og 75% létt vín (minnsti munur 16% +/-5,0, p<0,05).
Þeir unglingar sem drekka virtust því frekar drekka sterkt áfengi og bjór en létt vín.
Sterk tengsl reyndust á milli þess hve unglingamir höfðu oft drukkið og þess
hve mikið þeir drukku í senn bæði þegar þeir vom 14 og 15 ára; í hvort skipti r=0,7,
p<0,001. Með öðrum orðum, eftir því sem unglingamir höfðu prófað oftar að
drekka þeim mun meira drukku þeir af áfengi í senn.
Loks voru þeir unglingar sem sögðust drekka þegar spurt var um magn áfeng-
isneyslu spurðir hve oft þeir yrðu fullir í þau skipti sem þeir drykkju. Niðurstöð-
urnar má sjá í Töflu 4.
Tafla 4
Að drekka sig fulla(n)
Hve oft verður þú full(ur) í þau skipti sem þú drekkur?
í um 50% Næstum Fjöldi
Aldrei Sjaldan tilvika Oftast alltaf Samtals svara
Aldur % % % % % %
14 ára 19 20 15 25 21 100 619
15 ára 14 14 13 28 31 100 667
Fjöldi þátttakenda sem segist drekka þegar spurt er um magn áfengis 1994:
N=621; 1995: N=680.
Um fimmtungur 14 ára unglinganna sagðist aldrei verða fullur og um fimmtungur
sjaldan en tæpur helmingur oftast eða næstum alltaf (46%). Ári síðar hafði þeim
unglingum fjölgað hlutfallslega sem sögðust verða fullir oftast eða næstum alltaf
(59%) þegar þeir drukku (13% munur +/-5,4, p<0,05).
Hvorki árið 1994 né 1995 kom fram munur á því hve oft piltar og stúlkur urðu
full í þau skipti sem þau drukku áfengi. Hins vegar kom fram munur á áfengis-
magni eftir því hvort piltar eða stúlkur áttu í hlut. Bæði árin var algengara að
stúlkur drykkju minna í senn en piltar þótt munurinn væri nokkru meiri þegar þau
voru 15 ára. Algengara var að piltar drykkju fimm eða fleiri glös en stúlkur (14 ára:
stúlkur 25% og piltar 35%, y2(2)=7,82, p<0,05; 15 ára: stúlkur 29% og piltar 50%,
y2(2)=32,64, p<0,001). Þessar upplýsingar gefa einnig vísbendingu um að fleiri piltar
drukku fimm glös eða fleiri í senn síðara árið en hið fyrra (15% munur +/-7,7,
p<0,05). Hlutfall stúlknanna hélst hins vegar svipað á milli ára.
42