Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 46

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 46
ÁFENGISNEYSLA REYKVÍSKRA UNGLINGA fundið á sér 13 ára eða yngri (minnsti munur 34% +/-24, p<0,05). Ekki reyndist marktækur munur eftir fjölskyldugerð á því hvort og þá hvenær unglingarnir höfðu fyrst orðið mjög drukknir. Ástæður og viðhorf Unglingamir voru beðnir um að meta hve mikilvægar ástæðumar voru fyrir því að þeir drekka áfengi eða ekki. Ástæðurnar voru af líffræðilegum, félagslegum og sál- fræðilegum toga. Athugað var hvort ástæður skiptu unglingana miklu máli, frekar litlu máli eða engu máli. Ennfremur var spurt um viðhorf til áfengisneyslu, annars vegar hvað unglingunum fyndist um að fólk drykki áfengi og hins vegar hvaða áhættu þeir teldu samfara áfengisneyslu. Ástæður fyrir því að drekka Þær þrjár ástæður sem algengast var að unglingarnir töldu skipta miklu máli um hvers vegna þeir neyttu áfengis voru þær sömu þegar þeir voru 14 og 15 ára. Niðurstöður eru settar fram í Töflu 7. Algengustu ástæðurnar voru: „Ég drekk til að skemmta mér með vinum mínum," (14 ára: 63%; 15 ára: 62%) „Ég drekk til að láta mér líða vel, finna á mér" (14 ára: 55%; 15 ára: 44%) og „Ég drekk til að prófa að drekka, sjá hvernig það er" (14 ára: 35%; 15 ára: 19%). Þegar litið er á ástæðurnar sem gefnar eru upp í Töflu 7 vekur athygli að 14 ára unglingar virtust telja ástæð- umar oftar skipta sig miklu máli en 15 ára unglingamir (marktækur munur í sjö tilvikum af ellefu; minnsti munur 6% +/-3,0, p<0,05). í átta tilvikum af ellefu er þessi munur á milli ára þó innan við 10%. Þær þrjár ástæður sem algengast var að unglingamir töldu ekki skipta sig máli bæði þegar þeir voru 14 og 15 ára voru: „Áfengi hjálpar mér til að sofna," (14 ára: 87%; 15 ára: 91%) „Ég drekk þegar mér leiðist, hef ekkert annað að gera" (14 ára: 81%; 15 ára: 94%) og „Ég er háð(ur) áfengi" (14 ára: 81%; 15 ára: 95%). Ástæður fyrir því að drekka ekki Eins og sjá má í Töflu 8 voru þær þrjár ástæður sem 14 ára unglingar nefndu oftast að skiptu miklu máli um hvers vegna þeir drykkju ekki eftirfarandi: „Ég gæti leiðst út í sterkari vímuefni," „Ég gæti orðið alkóhólisti" og „Ég gæti orðið háður áfengi." Ári síðar voru þrjár mikilvægustu ástæður þeirra fyrir að drekka ekki: „Ég gæti orðið háður áfengi," „Ég myndi valda sjálfri/sjálfum mér vonbrigðum" og „Ég myndi valda foreldrum mínum vonbrigðum eða öðrum fullorðnum sem þykir vænt um mig." Tvær síðari ástæðurnar voru ekki eins framarlega í röðinni árið áður (í fjórða og sjöunda sæti). í þessu ljósi má segja að þrjár algengustu ástæðurnar sem skipta miklu máli um að drekka ekki virðast heldur sálfræðilegri hjá 15 ára unglingunum en þeim 14 ára. Athygli vekur að hlutfallslega færri unglingar töldu ástæðurnar fyrir því að drekka ekki skipta sig miklu máli þegar þeir voru orðnir 15 ára en þegar þeir voru 14 ára. Þetta á við um allar átján ástæðumar nema þá að áfengi sé of dýrt. Bent skal á að minnsti munur á milli ára var 10% (+/-6,0, p<0,05). Þær þrjár ástæður sem unglingamir töldu oftast skipta sig litlu máli þegar þeir 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.