Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Qupperneq 46
ÁFENGISNEYSLA REYKVÍSKRA UNGLINGA
fundið á sér 13 ára eða yngri (minnsti munur 34% +/-24, p<0,05). Ekki reyndist
marktækur munur eftir fjölskyldugerð á því hvort og þá hvenær unglingarnir
höfðu fyrst orðið mjög drukknir.
Ástæður og viðhorf
Unglingamir voru beðnir um að meta hve mikilvægar ástæðumar voru fyrir því að
þeir drekka áfengi eða ekki. Ástæðurnar voru af líffræðilegum, félagslegum og sál-
fræðilegum toga. Athugað var hvort ástæður skiptu unglingana miklu máli, frekar
litlu máli eða engu máli. Ennfremur var spurt um viðhorf til áfengisneyslu, annars
vegar hvað unglingunum fyndist um að fólk drykki áfengi og hins vegar hvaða
áhættu þeir teldu samfara áfengisneyslu.
Ástæður fyrir því að drekka
Þær þrjár ástæður sem algengast var að unglingarnir töldu skipta miklu máli um
hvers vegna þeir neyttu áfengis voru þær sömu þegar þeir voru 14 og 15 ára.
Niðurstöður eru settar fram í Töflu 7. Algengustu ástæðurnar voru: „Ég drekk til að
skemmta mér með vinum mínum," (14 ára: 63%; 15 ára: 62%) „Ég drekk til að láta
mér líða vel, finna á mér" (14 ára: 55%; 15 ára: 44%) og „Ég drekk til að prófa að
drekka, sjá hvernig það er" (14 ára: 35%; 15 ára: 19%). Þegar litið er á ástæðurnar
sem gefnar eru upp í Töflu 7 vekur athygli að 14 ára unglingar virtust telja ástæð-
umar oftar skipta sig miklu máli en 15 ára unglingamir (marktækur munur í sjö
tilvikum af ellefu; minnsti munur 6% +/-3,0, p<0,05). í átta tilvikum af ellefu er
þessi munur á milli ára þó innan við 10%.
Þær þrjár ástæður sem algengast var að unglingamir töldu ekki skipta sig máli
bæði þegar þeir voru 14 og 15 ára voru: „Áfengi hjálpar mér til að sofna," (14 ára:
87%; 15 ára: 91%) „Ég drekk þegar mér leiðist, hef ekkert annað að gera" (14 ára:
81%; 15 ára: 94%) og „Ég er háð(ur) áfengi" (14 ára: 81%; 15 ára: 95%).
Ástæður fyrir því að drekka ekki
Eins og sjá má í Töflu 8 voru þær þrjár ástæður sem 14 ára unglingar nefndu oftast
að skiptu miklu máli um hvers vegna þeir drykkju ekki eftirfarandi: „Ég gæti leiðst út
í sterkari vímuefni," „Ég gæti orðið alkóhólisti" og „Ég gæti orðið háður áfengi."
Ári síðar voru þrjár mikilvægustu ástæður þeirra fyrir að drekka ekki: „Ég gæti
orðið háður áfengi," „Ég myndi valda sjálfri/sjálfum mér vonbrigðum" og „Ég
myndi valda foreldrum mínum vonbrigðum eða öðrum fullorðnum sem þykir
vænt um mig." Tvær síðari ástæðurnar voru ekki eins framarlega í röðinni árið
áður (í fjórða og sjöunda sæti). í þessu ljósi má segja að þrjár algengustu ástæðurnar
sem skipta miklu máli um að drekka ekki virðast heldur sálfræðilegri hjá 15 ára
unglingunum en þeim 14 ára.
Athygli vekur að hlutfallslega færri unglingar töldu ástæðurnar fyrir því að
drekka ekki skipta sig miklu máli þegar þeir voru orðnir 15 ára en þegar þeir voru 14
ára. Þetta á við um allar átján ástæðumar nema þá að áfengi sé of dýrt. Bent skal á
að minnsti munur á milli ára var 10% (+/-6,0, p<0,05).
Þær þrjár ástæður sem unglingamir töldu oftast skipta sig litlu máli þegar þeir
44