Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 54

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 54
ÁFENGISNEYSLA REYKVÍSKRA UNGUNGA FYLGT ÚR HLAÐI Áfengisneysla Ýmislegt markvert hefur komið fram í þessari rannsókn. Fyrst skal nefna að um þriðjungur 14 ára reykvískra unglinga vorið 1994 sagðist aldrei hafa prófað að drekka. í raun bendir þó margt til þess að a.m.k. 40% þeirra hafi ekki hafið áfengis- neyslu þar sem hluti þeirra sem sagðist hafa prófað að drekka 1-2 sinnum smakk- aði ekki áfengi á undangengnu ári. Ári síðar þegar þeir voru orðnir 15 ára var hlutfall þeirra sem ekki neytti áfengis rúmlega fjórðungur. í þessu samhengi má jafnframt benda á að ríflega helmingur 14 ára unglinganna sagðist aldrei hafa fundið á sér og svipað hlutfall þeirra hafði þá mynd af sér að þeir drykkju ekki. Tilsvarandi hlutfall þeirra þegar þeir voru orðnir 15 ára var tæp 40%. Niðurstöð- urnar benda því til þess að nokkuð stór hópur unglinga neytir ekki áfengis. Vakin er athygli á þessu hér því að almenn umfjöllun í þjóðfélaginu er oft á þeim nótum að reglan sé sú að unglingar drekki. Þrátt fyrir að margir unglingar drekki ekki, er umhugsunarvert að fimmtungur 14 ára unglinga hafði drukkið oft (þ.e. tíu sinnum eða oftar) þegar tillit er tekið til aldurs þeirra. Auk þess kom fram að stór hluti unglinga drakk illa. I því samhengi skal bent á að meðal 14 ára unglinga sem neyttu áfengis sögðust um 30% þeirra drekka fimm glös af áfengi í hvert sinn sem þeir drykkju og tæpur helmingur þeirra sagðist oftast eða næstum alltaf verða fullur þegar hann drykki. Við 15 ára aldur var hlutfall þeirra sem drakk fimm eða fleiri glös í senn komið upp í um 40% og um 60% þeirra sögðust verða oftast eða næstum alltaf full. Hér er jafnframt um að ræða aukningu á áfengismagni á milli ára. Sérstök athygli er vakin á því að neysla fimm glasa eða fleiri af sterku áfengi jókst. Eirtnig kom fram að eftir því sem unglingarnir höfðu prófað oftar að drekka þeim mun meira drukku þeir í senn. Þá má benda á að unglingamir virtust frekar drekka sterkt áfengi og bjór en létt vín. Lítill munur reyndist á áfengisneyslu pilta og stúlkna, þar sem þau virtust drekka jafn oft og verða jafn oft mjög drukkin. Þó neyttu piltar meira magns í einu en stúlkur, sérstaklega þegar þeir voru í 10. bekk. Þessi vísbending er í samræmi við niðurstöður Ásu Guðmundsdóttur (1994) sem sýndu að á meðal unglinga á aldrinum 13-19 ára drukku piltar á aldrinum 16-19 ára mest. Sennilegt er að þeir unglingar sem komnir eru í mikla og reglulega neyslu þegar í grunnskóla myndi sérstakan áhættuhóp þar sem niðurstöður annarra kann- ana sýna að þótt margir unglingar byrji að drekka í efri bekkjum grunnskólans er áfengisneysla þeirra til að byrja með bæði stopul og óregluleg. Algengt er að áfengisneysla ungs fólks taki á sig reglulegt mynstur í kringum 16-17 ára aldur (Ása Guðmundsdóttir 1994). Samanburður á niðurstöðum rannsókna á áfengisneyslu er erfiður. Algengt er t.d. að ólíkar mælingar séu notaðar, ekki síst í spurningum um hve oft er drukkið og hve mikið í senn. Auk þess er lítið vitað um áfengisneyslu 14 ára unglinga í ný- legum könnunum. Brynjólfur G. Brynjólfsson (1983) gerði hins vegar könnun á áfengisneyslu 14 ára unglinga í Reykjavík árið 1976. Samanburður við niðurstöður hans leiðir í ljós að hlutfall þeirra unglinga sem neyta áfengis hefur í raun lítið 52
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.