Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 56
ÁFENGISNEYSLA REYKVÍSKRA UNGLINGA
hversu oft foreldrar þeirra drekka. Einnig er hugsanlegt að þeir séu tilbúnari til að
viðurkenna áfengisneyslu vina sirtna en foreldra sinna.
Fjölskyldugerð unglinganna þegar þeir voru 15 ára virtist ekki skipta miklu
máli um áfengisneyslu þeirra. Þannig neytti áfengis svipað hlutfall drengja sem
bjuggu hjá móður, móður og föður eða móður og sambýlismanni. Þó kom í ljós að
hlutfallslega fleiri stúlkur sem bjuggu hjá móður og sambýlismanni neyttu áfengis
en þær sem bjuggu hjá móður og föður. Rannsóknir (Hetherington 1988) hafa sýnt
að unglingsstúlkur sem eru nánar móður sinni eiga erfitt með að sætta sig við að
eignast stjúpföður. Þær fara gjaman að sýna mótþróa í samskiptum við móður og
halda stjúpföður í fjarlægð. Ein hlið mótþróans gæti birst í því að þær byrji fyrr að
neyta áfengis en stúlkur sem búa hjá báðum foreldrum. Jafnframt kom fram að
unglingar sem bjuggu hjá föður og sambýliskonu byrjuðu fyrr að drekka en hinir
hópamir og höfðu þeir allir hafið áfengisneyslu 15 ára. Varlega þarf að fara í túlkun
þessara niðurstaðna þar sem um er að ræða fáa unglinga sem búa hjá föður og
sambýliskonu. Þó má velta því fyrir sér hvort þessir unglingar hafi mætt sérstökum
erfiðleikum jafnvel áður en til þessa fjölskylduforms kom sem hafi leitt beint og
óbeint til áfengisneyslu þeirra.
Ástæður og viðhorf
Ekki kom á óvart (Guðrún R. Briem 1981) að unglingarnir virtust drekka til að láta
sér líða vel eða til að skemmta sér með öðrum, frekar en í þeim tilgangi að flýja
veruleikann. Það bendir til þess að unglingar líti fyrst og fremst á drykkju sína sem
fylgifisk þess að skemmta sér en ekki til að forðast vandamál.
Algengustu ástæður þess að drekka voru þær sömu á milli ára, en tilhneiging
kemur fram í þá átt að ástæðumar skipti 14 ára unglingana oftar miklu máli en 15
ára unglingana. Jafnframt var athyglisvert að lítill munur reyndist á ástæðum
unglinga fyrir því að drekka hvort sem þeir höfðu drukkið um skemmri eða lengri
tíma.
Þrjár algengustu ástæður unglinga fyrir því að drekka ekki virtust verða heldur
sálfræðilegri með aldrinum. Þegar unglingarnir voru 14 ára voru aðalástæður
þeirra fyrir því að drekka ekki þær, að þeir gætu orðið háðir áfengi eða leiðst út í
sterkari efni. Árið eftir virtust þeir leggja heldur meiri áherslu á að þeir vildu ekki
drekka því að þá myndu þeir valda sjálfum sér eða öðrum vonbrigðum. Ekki má
heldur gleyma því að þeim fer fjölgandi sem drekka og því er líklegt að unglingar
sem ekki drekka 15 ára sé meðvitaðri hópur en hann var árið áður.
Greinilegur munur kom fram á mikilvægi ástæðna fyrir því að drekka ekki eftir
því hvort 14 ára unglingurinn var u.þ.b. að hefja neyslu eða ekki. Þeir 14 ára
unglingar sem voru u.þ.b. að hefja neyslu töldu ástæður sínar ekki eins mikilvægar
fyrir því að drekka ekki og þeir sem ekki voru að hefja neyslu. Það var t.d. algeng-
ara að þeir síðamefndu sögðust ekki drekka vegna þess að þeir væru á móti áfengis-
neyslu eða vegna þess að þeir vildu ekki valda sjálfum sér vonbrigðum en þeir sem
voru u.þ.b. að byrja að drekka. Jafnframt var umhugsunarvert að við 15 ára aldur
voru ástæður þeirra sem ekki drukku, hvorki eins mikilvægar og þegar þeir voru
sjálfir 14 ára né eins mikilvægar og þeirra 14 ára unglinga árið áður sem voru að
54