Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Qupperneq 56

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Qupperneq 56
ÁFENGISNEYSLA REYKVÍSKRA UNGLINGA hversu oft foreldrar þeirra drekka. Einnig er hugsanlegt að þeir séu tilbúnari til að viðurkenna áfengisneyslu vina sirtna en foreldra sinna. Fjölskyldugerð unglinganna þegar þeir voru 15 ára virtist ekki skipta miklu máli um áfengisneyslu þeirra. Þannig neytti áfengis svipað hlutfall drengja sem bjuggu hjá móður, móður og föður eða móður og sambýlismanni. Þó kom í ljós að hlutfallslega fleiri stúlkur sem bjuggu hjá móður og sambýlismanni neyttu áfengis en þær sem bjuggu hjá móður og föður. Rannsóknir (Hetherington 1988) hafa sýnt að unglingsstúlkur sem eru nánar móður sinni eiga erfitt með að sætta sig við að eignast stjúpföður. Þær fara gjaman að sýna mótþróa í samskiptum við móður og halda stjúpföður í fjarlægð. Ein hlið mótþróans gæti birst í því að þær byrji fyrr að neyta áfengis en stúlkur sem búa hjá báðum foreldrum. Jafnframt kom fram að unglingar sem bjuggu hjá föður og sambýliskonu byrjuðu fyrr að drekka en hinir hópamir og höfðu þeir allir hafið áfengisneyslu 15 ára. Varlega þarf að fara í túlkun þessara niðurstaðna þar sem um er að ræða fáa unglinga sem búa hjá föður og sambýliskonu. Þó má velta því fyrir sér hvort þessir unglingar hafi mætt sérstökum erfiðleikum jafnvel áður en til þessa fjölskylduforms kom sem hafi leitt beint og óbeint til áfengisneyslu þeirra. Ástæður og viðhorf Ekki kom á óvart (Guðrún R. Briem 1981) að unglingarnir virtust drekka til að láta sér líða vel eða til að skemmta sér með öðrum, frekar en í þeim tilgangi að flýja veruleikann. Það bendir til þess að unglingar líti fyrst og fremst á drykkju sína sem fylgifisk þess að skemmta sér en ekki til að forðast vandamál. Algengustu ástæður þess að drekka voru þær sömu á milli ára, en tilhneiging kemur fram í þá átt að ástæðumar skipti 14 ára unglingana oftar miklu máli en 15 ára unglingana. Jafnframt var athyglisvert að lítill munur reyndist á ástæðum unglinga fyrir því að drekka hvort sem þeir höfðu drukkið um skemmri eða lengri tíma. Þrjár algengustu ástæður unglinga fyrir því að drekka ekki virtust verða heldur sálfræðilegri með aldrinum. Þegar unglingarnir voru 14 ára voru aðalástæður þeirra fyrir því að drekka ekki þær, að þeir gætu orðið háðir áfengi eða leiðst út í sterkari efni. Árið eftir virtust þeir leggja heldur meiri áherslu á að þeir vildu ekki drekka því að þá myndu þeir valda sjálfum sér eða öðrum vonbrigðum. Ekki má heldur gleyma því að þeim fer fjölgandi sem drekka og því er líklegt að unglingar sem ekki drekka 15 ára sé meðvitaðri hópur en hann var árið áður. Greinilegur munur kom fram á mikilvægi ástæðna fyrir því að drekka ekki eftir því hvort 14 ára unglingurinn var u.þ.b. að hefja neyslu eða ekki. Þeir 14 ára unglingar sem voru u.þ.b. að hefja neyslu töldu ástæður sínar ekki eins mikilvægar fyrir því að drekka ekki og þeir sem ekki voru að hefja neyslu. Það var t.d. algeng- ara að þeir síðamefndu sögðust ekki drekka vegna þess að þeir væru á móti áfengis- neyslu eða vegna þess að þeir vildu ekki valda sjálfum sér vonbrigðum en þeir sem voru u.þ.b. að byrja að drekka. Jafnframt var umhugsunarvert að við 15 ára aldur voru ástæður þeirra sem ekki drukku, hvorki eins mikilvægar og þegar þeir voru sjálfir 14 ára né eins mikilvægar og þeirra 14 ára unglinga árið áður sem voru að 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.