Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 63

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 63
GERÐUR G. ÓSKARSDÓTTIR hlutur skólans eigi að vera, hvaða þætti starfsmenntunar sé t.d. áætlað að rækja í skólum og hvað eigi að fara fram á vinnustað, og hvort þjálfun á vinnustað skuli vera hluti undirbúningsmenntunar eða þar fari aðeins fram símenntun þegar út í starf er komið. Þessu er varpað hér fram til umhugsunar en ekki reynt að gefa svör. Þótt hér sé lögð áhersla á það markmið framhaldsskólans að búa nemendur undir störf í atvinnulífinu þýðir það ekki að dregið sé úr mikilvægi hinna, þ.e. að búa nemendur undir frekara nám og að búa þá undir líf og starf í lýðræðissam- félagi. Lífið er annað og meira en vinnan og mikilvægt er fyrir hvern og einn að öðl- ast menntun sem auðgar persónulegt líf og gerir einstaklingirm hæfari til að skilja umhverfi sitt og njóta tómstunda. Breytingar á atvinnulífi Atvinnulífið er að sjálfsögðu í sífelldri þróun. Þær breytingar sem nú eiga sér stað eiga rætur að rekja til tækniframfara, einkum á sviði tölvutækni og nýrrar sam- skiptatækni, og þróunar í átt til eins allsherjar heimsmarkaðar í stað fjölda markaða sem afmarkast við einstök lönd og svæði. Alþjóðavæðingin kemur m.a. fram í því að framleiðsluvara er nú gjarnan fjármögnuð frá einu landi, hönnuð í öðru, framleidd í því þriðja og síðan dreift um allan heim (Reich 1991, Camevale 1991). Staðlar um vörugæði eru sömuleiðis orðnir alþjóðlegir og neytendur gerast kröfu- harðari um fjölbreytni og gæði. í mörgum tilfellum þarf varan að standast sérkröfur einstakra kaupenda, jafnframt því sem þeir vilja ekki bíða eftir vöru eða þjónustu. Rafeinda- og tölvutækni hefur verið notuð til að gera störf sjálfvirk og einnig til þess að gefa upplýsingar um einstaka verkþætti eða heil ferli. Tæknin hefur gert unnt að framleiða vörur og skapa þjónustu fyrir ákveðna markaði eða jafnvel ein- staka viðskiptamenn - staðabundið og á heimsvísu - á stuttum tíma og á auðveldan hátt. Þróuð samskiptatækni gerir fyrirtækjum kleift að brjótast út úr einangrun smárra markaða. Tölvunet tengja einstaklinga og vinnuteymi innan stofnana og fyrirtækja jafnframt því sem þau tengja fyrirtæki við samstarfsaðila og viðskipta- vini. Þessar tæknibreytingar verða til þess að lega íslands fjarri öðrum löndum skiptir æ minna máli í heimi viðskiptanna. Þessi umbylting er nú að breyta eðli starfa í verksmiðjum, á skrifstofum og í þjónustufyrirtækjum, bæði hjá faglærðu og ófaglærðu vinnuafli um allan heim. Þetta á við um þróuð iðnríki jafnt sem svonefnd þróunarlönd. Sagt er að hér sé um álíka umfangsmiklar breytingar að ræða og urðu á tímum iðnbyltingarinnar á 19. öld. Þetta nýja tímabil hefur verið nefnt ýmsum nöfnum, s.s. tölvuöld, upplýsinga- öld, þriðja iðnbyltingin eða nýja efnahagskerfið2 (Commission on the Skills of the American Workforce 1990, IRDAC 1990, Reich 1991, Camevale 1991, Marshall og Tucker 1992, SCANS 1992). Fæmi starfsmanna Kröfur til starfsmanna eru alltaf að breytast. Þær breytingar sem nú eru að verða á færnikröfum í atvinnulífinu eru sáralítið kannaðar enn sem komið er (Howell og 2 Gjarnan nefnt the new economy á ensku. 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.