Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 73

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 73
GERÐUR G . ÓSKARSDÓTTIR tekist slíkar tilraunir. Þessir frumkvöðlar höfðu ekki verið með hærri einkunnir á samræmdum prófum en úrtakið í heild og komu nokkuð jafnt úr öllum mennt- unarhópum. Um 80% svarenda kváðust stundum eða oft ráða því í hvaða röð þeir gerðu hlutina og yfir 77% sögðust stundum eða oft ráða hvað þeir gerðu og hvernig. Þó höfðu um 35% yfirmann sem oftast ákvað hvað þeir ættu að gera. Lítill munur var á menntunarhópum hvað varðaði þessa þætti. Athyglisvert er að menntun starfsmanna virtist hafa lítil áhrif á það hvort þeir tækju ákvarðanir, hefðu frumkvæði eða leystu vandamál í starfi. Samskipti og skipulagsfærni Samskipta- og samvinnuhæfni í hópi samstarfsmanna eða í samskiptum við viðskiptavini er hvað eftir annað nefnd þegar rætt er um mikilvæga færniþætti í atvinnulífinu (Marshall og Tucker 1992, SCANS 1992, Reich 1991). Yfir 90% svar- enda sögðust starfa með eða hafa samskipti við annað fólk í helmingi af vinnutíma sínum eða meira (sbr. hér að framan). Þegar spurt var um samskiptaörðugleika kváðust yfir 17% hafa átt í samstarfsörðugleikum við samstarfsmenn og þá oftast um vinnuferlið eða dagleg samskipti. Brottfallsnemendur voru fjölmennari í þess- um hópi en útskrifaðir. Þessi munur getur stafað af því að störf þessara hópa eru ólík. Tafla 4 sýnir hve margir sögðust ráðstafa tíma, fjármunum og efni í starfi eða sögðust veita öðrum leiðsögn. Um það bil tveir þriðju sögðust stundum eða oft þurfa að skipuleggja tíma sinn sjálfir og rúmlega fjórðungur þurfti stundum eða oft að ráðstafa peningum. Talsverður munur kom þó fram á útskrifuðum og brott- fallsnemendum í þessum efnum en hann getur stafað af því að störf þessara hópa eru í eðli sínu mismunandi. Athyglisvert var að fólki með enga framhaldsmenntun var í nokkrum mæli falin stjómunarstörf en yfirleitt virðast ungir starfsmenn í stofnunum og fyrirtækjum ekki sinna slíkum verkum í stórum stíl. Fólk með starfsmenntun og nám af háskólastigi (án gráðu) skipuleggur nýtingu efnis fremur en aðrir menntunarhópar. Lítill munur kom fram á brottfalls- nemendum og útskrifuðum þegar spurt var hvort svarendur tækju ákvarðanir um vörupantanir eða dreifingu vöru. Sama átti við um skipulag á nýtingu húsnæðis. Öflun, varðveisla og miðlun upplýsinga hefur verið talin grundvallarþáttur í aðlögun fyrirtækis að þeim breytingum sem nú eiga sér stað í atvinnulífinu (Zuboff 1988, SCANS 1992). Tæplega þriðjungur svarenda hafði slíkar starfsskyldur að einhverju marki. Yfir 36% útskrifaðra sögðust stundum eða oft skipuleggja og ann- ast geymslu á gögnum eins og skjölum, reikningum og öðrum pappírum en aðeins 22% brottfallsnemenda höfðu slíkar starfsskyldur. Sömuleiðis kváðust 37% útskrif- aðra stundum eða oft setja gögn inn í tölvu, en aðeins 19% brottfallsnemenda. Alíka hlutfall af hvorum hópi sagðist stundum eða oft sjá um að leita að upplýsingum í tölvukerfum. Þeir sem oftast vinna með gögn og upplýsingar eru þeir sem hafa háskólamenntun eða stúdentspróf. Yfir 70% svarenda þurftu sjaldan eða aldrei að vinna með upplýsingar og almennt voru brottfallsnemendur fjölmennari í þeim hópi en útskrifaðir (sjá Töflu 5). 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.