Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 77

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 77
GERÐUR G. ÓSKARSDÓTTIR í þriðja lagi eru áherslur skólanna e.t.v. ekki í takt við þróun atvinnulífsins. Með þessari könnun var aðeins unnt að athuga að hve miklu leyti störfin reyndu á ákveðna færniþætti. Ekki var unnt að kanna hver færni starfsmanna var í reynd (nema hvað varðaði einkunnir í íslensku og stærðfræði). Hugsanlegt er að störf svarenda hafi ekki reynt á aðra færniþætti sem til umræðu voru vegna þess að þeir hafi ekki búið yfir þeim. Störf geta verið einfölduð vegna þess að erfitt sé að fá starfsmenn sem búi yfir nægilegri fæmi til að sinna flóknari störfum. Mikil áhersla er lögð á lestur, ritun og reikning í skólum og Islendingar standa vel að vígi saman- borið við aðrar þjóðir hvað varðar læsi. Aftur á móti virðist ekki vera lögð mikil áhersla á þjálfun í samskiptum, frumkvæði og skipulagningu af ýmsu tagi í íslensk- um framhaldsskólum (Námskrá handa framhaldsskólum 1990). Færni í þessum þáttum er engu að síður unnt að þjálfa í einstökum greinum þótt þess sé ekki getið í áfanga- lýsingum eins og kom í ljós í athugun á tveimur iðnbrautum í framhaldsskóla (Gerður G. Óskarsdóttir 1993). Niðurstöður benda til þess að í meirihluta starfa reyni á þá færniþætti sem kannaðir voru; því liggur beint við að skólar sinni þjálfun í þeim. Ef skólamenn vilja starfa í takt við þá þróun þurfa þeir að endurmeta áherslur í námskrám. Liður í því gæti verið að setja sér það markmið að þjálfa um- rædda fæmiþætti í nánast öllum námsgreinum og leggja áherslu á að þjálfa þá við breytilegar aðstæður svo nemendur venjist við að yfirfæra þá frá einum aðstæðum til annarra. í öllum greinum fléttaðist saman þjálfun t.d. í að leysa vandamál í hópi, taka ákvarðanir, í samskiptum og nýtingu gagna og upplýsinga við þjálfun í viðkomandi grein. Slíkar áherslur væru í takt við markmið framhaldsskóla um að búa nemendur undir störf í atvinnulífinu. I fjórða og síðasta lagi vaknar sú spuming hvort atvinnulífið mundi nýta sér þá þjálfun sem nemendur afla sér í skóla. í þessu sambandi væri áhugavert að fylgja þessu úrtaki eftir til að fá svör við ýmsum spumingum: Munu starfsmenn í ein- földum störfum, sem búa yfir þeirri fæmi sem hér hefur verið til umræðu, hafa áhrif á þróun starfa sinna þegar fram líða stundir? Munu atvinnurekendur, sem ráða fólk í vinnu sem býr yfir þessari færni, fela þeim flóknari verkefni fyrirtækinu til framdráttar þegar þeir hafa áttað sig á getu þeirra? Svör við þessum spumingum skipta miklu máli fyrir skólakerfið. Hvers vegna ættu skólar að keppa að því að þjálfa nemendur til að öðlast fæmi sem talin er nauðsynleg í atvinnulífinu ef atvinnurekendur hanna ekki störf sem reyna á hana eða fela starfsmönnum ekki verkefni þar sem reynir á þessa færni? Eða vilja nemendur leggja á sig þjálfun til að bæta fæmi sína á ýmsum sviðum ef þeir sjá fram á litla sem enga umbun í atvinnulífinu? Niðurstöður rannsókna benda til að atvinnurekendur leggi lítið upp úr menntun þegar þeir ráða í störf sem ekki krefjast sérstakrar starfsmenntunar og mörg störf sem krefjast talsverðrar færni eru ekki launuð betur en þau sem ekki krefjast slíkrar færni (Gerður G. Óskarsdóttir 1994a, 1995a, 1995b). Vert er að spyrja sig hvort þessi viðhorf muni hafa áhrif á samkeppnishæfni íslensks efnahagslífs í framtíðinni. Ég tel mikilvægt að skipuleggjendur skólastarfs, hagfræðingar, atvinnurek- endur og launþegahreyfingin ræði betur en gert hefur verið hingað til hvert eigi að vera hlutverk skóla með hliðsjón af þróun íslensks atvinnulífs. Þótt þess sé ekki að 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.