Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 104

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 104
RÁÐGJÖF Í SKÓLUM erfiðleika eða félags- og tilfinningaerfiðleika, fer það alltaf eftir eðli máls hvers kon- ar ráðgjöf þeir nota. Mikilvægt er að þeir geti notið faglegrar aðstoðar hver hjá öðr- um til þess að tryggja sem best undirbúning og vinnu með málið. Miklu skiptir að fagaðilar stuðli að virðingu, einlægni og hlýju í garð einstaklinganna svo þeir finni öryggi og njóti trúnaðar og gildir þá einu hvers konar ráðgjöf fagaðilar veita. Námsráðgjafi verður oft fyrstur var við vanlíðan hjá nemendum vegna þess að til hans geta allir nemendur leitað. Oft eru þessi vandamál nemenda óljós í upphafi náms þeirra á framhaldsskólastigi. Má t.d. nefna lestrarerfiðleika, sem oft eru ástæða fyrir lélegum námsárangri. Mikilvægt er að námsráðgjafi geti vísað strax á sérkennara, sem með greiningu kemst nánar að vanda nemenda, og í sameiningu geta námsráðgjafi og sérkennari auðveldað nemendum nám við skólann. Með því að meta sameiginlega þörf nemandans fyrir stuðning og ráðgjöf gengur e.t.v. betur að hjálpa nemendum með mismunandi vandamál. Sem dæmi um vandamál nem- enda má benda á ársskýrslu námsráðgjafa Menntaskólans við Sund fyrir skólaárið 1991-1992 (Námsráðgjöf 1992). Þar kemur fram að af 575 viðtölum eru 257 vegna persónulegrar ráðgjafar og 318 vegna námsráðgjafar. í persónulegu ráðgjöfinni var t.d. um að ræða samskiptaerfiðleika á heimili, kvíða, þunglyndi, sjálfsvígshug- myndir, lystarstol, ofbeldishneigð, sjúkdómsótta, þunganir, áfengisneyslu, sorg, feimni og félagslega erfiðleika eða geðrænan vanda af öðrum toga. Það sem greinir að ráðgjafarstörfin tvö er m.a. eðli og viðfangsefni starfanna. Eitt af hlutverkum námsráðgjafa er án efa að leiðbeina nemendum í náms- og starfsvali. En kennsluráðgjöf sérkennara er bundnari ákveðnum kennsluaðferðum námsgreina m.a. sem námsaðlögun fyrir nemendur með sérþarfir. Hins vegar er einstaklings- og hópráðgjöf fyrir t. d. fatlaða stutt á veg komin hérlendis og er það verðugt samstarfsverkefni námsráðgjafa og sérkennara að þróa í sameiningu alhliða náms- og starfsráðgjafarferli fyrir fatlaða. Nemendum með námserfiðleika, sem geta verið á hvaða aldri sem er, getur persónuleg ráðgjöf komið að miklu gagni. Nemendur með námserfiðleika eru oft vonlitlir, ósjálfstæðir og sjálfstraust þeirra er oft í molum. Með því að fá þá til að tjá sig um vandamálið og komast sem næst kjarna þess geta ráðgefandi sérkennarar og námsráðgjafar hjálpað nemendum við að setja sér markmið með náminu miðað við sínar þarfir. Þannig öðlast nemendur meira sjálfstraust og persónuþroska. Náms- erfiðleikar nemenda eru oft miklu meiri í þeirra augum en tilefni eru til. Með rétt- um aðferðum ráðgjafa er oft hægt að yfirvinna þá þætti sem virðast hamla námi nemenda, þ.e. ósjálfstæði og vonleysi. Bæði námsráðgjafar og sérkennsluráðgjafar geta sinnt félags- og tilfinningaerfið- leikum. Þeir nemendur eru oft lokaðir einstaklingar sem láta verkin tala eða eru óeðlilega hlédrægir. Aðrir sýna sífellt á sér nýjar hliðar svo erfitt er að átta sig á þeim. Ráðgjafar þurfa að geta skapað einlægt andrúmsloft þar sem þessir nem- endur geta tjáð sig. Þeir þurfa að komast að innsta kjarna þeirra og finna styrkleika nemenda sem hugsanlega fá ekki notið sín. Með því að hjálpa slíkum nemendum að finna því merkingu sem þeir gera eða gera ekki og mynda traust samband ráð- gjafa og skjólstæðingsins er alltaf von um persónulegan þroska og jákvæðar breyt- ingar. 102
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.