Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 105
HELGA MAGNEA STEINSSON
Bæði náms- og sérkennsluráðgjafi þurfa einnig að vera í þeirri aðstöðu að geta
frætt kennara og skólastjómendur um hvemig ráðgjöf þeir veita skjólstæðingum
sínum. Oft reynir á samvinnu ráðgjafa og kennara til þess að finna lausn á vanda-
málum nemenda og kennara. Ráðgjafi getur þá með jákvæðu viðhorfi hlustað á
kennara skilgreina vandamál og hjálpað þeim að finna sínar eigin lausnir á
vandamálunum. Þannig geta ráðgjafar í skólum nýtt sér grundvallaratriði martnúð-
arkenninga í ráðgjöf og eflt og bætt samskipti kennara og nemenda og ekki síður
samskipti milli kennara og stuðlað um leið að betri vinnustað.
LOKAORÐ
Ekki geta allir skólar státað af bæði námsráðgjafa og sérkennara. Hætta er á að hvor
starfsstétt um sig einskorðist við arvnað skólastigið. Sérkennarar verði eftir sem áður
jafnalgengir á grunnskólastiginu og námsráðgjafar eru á framhaldsskólastiginu.
Störf námráðgjafa eru ekki síður mikilvæg á grunnskólastiginu, t.d. á sviði félags-,
hegðunar- og tilfinningaerfiðleika, sem oft eru erfiðustu mál sem upp koma í skól-
um og krefjast faglegrar þekkingar. Framhaldsskólar koma æ meira til móts við
nemendur með sérþarfir, sem aftur kallar á aukna þörf fyrir sérkennara á fram-
haldsskólastigi.
Ef skólastarf verður faglegra og ábyrgara gagnvart nemendum mun ráðgjöf í
skólum skipa þann sess sem hér hefur verið lýst. Menntað skólafólk og aukinn
skilningur skólayfirvalda skiptir sköpum. Einnig þarf samstarf ráðgefandi aðila að
vera byggt á gagnkvæmu trausti og virðingu þar sem fagkunnátta hvers og eins fær
notið sín. Faglegt samstarf getur komið í veg fyrir að nemendur hrökklist úr námi
strax á fyrstu mánuðum í framhaldsskóla eða hefji aldrei nám í framhaldsskóla.
Þannig getur virk ráðgjöf verið fyrirbyggjandi þáttur í skólastarfi.
Heimildir
Conoley, J. C., og W. C. Conoley. 1988. Useful theories in school-based consultation.
Remedial and Special Education 9,6:14-20.
Cormier, William H., og L. Sherilyn Cormier. 1991. Intervieiving Strategies for
Helpers. Pacific Grove (Cal), Brooks/Cole.
Crites, John 0.1981. Career Counseling. New York, McGraw-Hill.
Gerður G. Óskarsdóttir. 1984. Hjálpum nemendum til að hjálpa sér sjálfir. Uppeldi.
Blaðfélags uppeldisfræðinetna við Háskóla íslands 1:39-42.
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir. 1992. Þróunarstarf í nátnsráðgjöf í Ölduselsskóla. Reykjavík,
Menntamálaráðuneytið.
Jóhartna Kristjánsdóttir, Helga Sigurmundsdóttir og Jórunn Elídóttir. 1991. Sér-
kennsluráðgjöf á vegutn Öskjuhlíðarskóla. Reykjavík, Öskjuhlíðarskóli.
Lög utn fratnhaldsskóla nr. 107/1988.
Lög utn grunnskóla nr. 63/1974.
103