Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 109

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 109
PÁLMI AGNAR FRANKEN höfundinn. Slíkar kennsluaðferðir geta átt ágætlega við í neðri bekkjum grunn- skólans en henta eldri nemendum illa. Þegar öll ljóðakennslan byggist á aðferðum sem þessum er hætt við að ljóðið sjálft sé orðið aukaatriði. Leikræn tjáning og söngur gagnast í sumum tilvikum en ljóð eru í eðli sínu afar viðkvæm; þola mörg hver illa slíka meðferð og listin, sjálfur grundvöllurinn, týnist. Flestir eru væntanlega sammála þeirri fullyrðingu að ljóð geti dýpkað tilfinn- ingar fólks og aukið skilning þess á umhverfinu. Margslungin orðanotkun í ljóðum stuðlar einnig að bættri málkennd og eflir skilning á fjölbreytileika tungumálsins. Þessi mikilvægi eiginleiki ljóða er einmitt sá grundvöllur sem öll ljóðakennsla ætti að hvíla á. Ég er þeirrar skoðunar að ein besta aðferðin til að ná fram þeim markmiðum, sem Eysteinn Þorvaldsson telur að stefna beri að með ljóðakennslu í grunnskólum, sé að örva böm til að yrkja ljóð. Undanfarin ár hafa margir kennarar reynt þessa aðferð með mjög góðum árangri, bæði í grunn- og framhaldsskólum. Almennt er sú skoðun ríkjandi, meðal þeirra sem kynnst hafa aðferðinni, að hún sé mun vænlegri til að glæða áhuga nemenda á ljóðum en ýmsar aðrar. En ljóðakennsla með þessum hætti krefst ákveðinnar þekkingar af hálfu kennarans, ekki síst skilnings á ýmsum einkennum ljóða, ef ætlunin er að ná tilskildum árangri. í þessu greinarkomi er ætlunin að skoða ljóðagerð nemenda í einum framhalds- skóla landsins, Verzlunarskóla íslands. Síðastliðin fimm ár hefur þeim nemendum sem þess óskuðu staðið til boða að sækja sérstaka tíma í ljóðakennslu undir sér- fræðileiðsögn eins íslenskukennarans. Ljóð þessara nemenda bera glæsilegum árangri vitni og sýna vel að kennsla í ljóðagerð er vel til þess fallin að efla ljóða- áhuga. Þótt hér sé um framhaldsskólanema að ræða er ljóst að sömu lögmál eiga við um yngri nemendur. Allt bendir til að tilraunir nemendanna sjálfra í ljóðagerð geti skilað markverðum árangri. Hér verður leitast við að kanna afrakstur kennslunnar, yrkisefni hinna ungu skálda, form ljóða þeirra og fæmi til að beita nokkrum þeim stílbrögðum sem ljóðskáld hafa tekið í þjónustu sína á öllum tímum. LJÓÐDREKAR Árin 1990 til 1994 voru gefnar út á vegum Verzlunarskóla íslands ljóðabækur með ljóðum eftir nokkra nemendur skólans. Alls urðu bækumar fimm og höfðu að geyma samtals 256 ljóð eftir 34 einstaklinga. Hópurinn gekk undir nafninu Ljóð- drekar og báru bækumar titilinn Ljóðdrekar [1]-V. Aðdraganda þessa framtaks má rekja til þess að nokkur áhugi var á ljóðagerð meðal nokkurra nemenda innan skólans. Einn íslenskukennaranna hafði nýtt þennan áhuga og m.a. látið nemendur semja ljóð í tímum hjá sér. Fulltrúi listafélags skólans kom að máli við hann og falaðist eftir að hann leiðbeindi þeim nemendum sem þess óskuðu. Kennarinn tók vel í þessa málaleitan enda var hann þaulkunn- ugur ljóðum og hafði m.a. sjálfur fengist við ljóðagerð og þá nýlega gefið út sína fyrstu ljóðabók. Hópurinn hittist reglulega einu sinni í viku allan veturinn en mæt- 107
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.