Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 115

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 115
PÁLMI AGNAR FRANKEN - myndljóð (konkret og typógrafísk) - rímuð Ijóð og stuðluð. Það skal viðurkennt að þessi skipting hefur nokkra annmarka m.t.t. skörunar en hjá því verður varla komist. Hér á eftir verður gerð stutt grein fyrir einkennum hvers flokks fyrir sig og birt dæmi til hliðsjónar. Stutt og hnitmiðuð Ijóð Þegar farið er að rýna í ljóðin og þau borin saman vekur það strax athygli hve stór hluti þeirra fellur imdir skilgreininguna stutt og hnitmiðuð Ijóð. Hins vegar var stundum dálítið erfitt að ákveða hvað væri langt ljóð og hvað stutt því ekki er til neinn mælikvarði á slíkt. Skilgreiningin miðleitið/útleitið1 var þá látin ráða þar sem vafi lék á hvorum flokknum viðkomandi ljóð tilheyrði. Ágætis dæmi um ljóð sem falla undir flokk miðleitinna ljóða er Samtal, sem í senn er stutt, hnitmiðað og miðleitið (því myndin heldur sér allt ljóðið) en einnig tekst höfundi vel að draga fram ákveðna hrynjandi eða skipulagningu með línu- skiptingu: Samtal Á hverjum degi í Ijósaskiptunum hittast sólin og máninn til að tala saman Ég ímynda mér að pau tali um mig -ogþig Þegar líður á daginn horfir sólin á okkur speglast í augum hvors annars En á nóttunni blikkar karlinn í tunglinu til okkar. (Ljóðdrekar V 1994:40) Knappur stíll er einkennandi fyrir nútíma ljóðagerð. í sínu naumasta formi hafa Ijóð, sem eru nánast hreinir ljóðrænir töfrar orðsins, verið nefnd poésie pure eða hreinljóð. Markmið skálda með slíkum ljóðum er að hreinsa burt allt hið hlutkennda þannig að áhrif á lesandann verði óháð efni ljóðsins (Eysteinn Þorvaldsson 1980:223-227). Engin af ljóðum Ljóðdrekanna falla beint undir þennan stíl en sum þeirra eru þó nálægt því að geta talist hreinljóð: 1 Miðleitin kallast þau ljóð sem eru myndræn, stutt og hnitmiðuð, en útleitin ljóð einkennast af mikilli mælsku, beinskeyttum stíl og eru þau að jafnaði mun lengri. 113
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.