Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 118
LJÓÐDREKAR
Við
Við sátum á okkar stað, innst inni í reykmekkinum. Þar reifuðum
við hugmyndir og hlógum að villtum sögum. Hringur afmislitu
hári, stöðugt á hreyfingu. Okkar tími var annars staðar.
Skynsemin dó ífilternum og stundin varð okkar. Allt í kring sátu
skrýtnir frakkar hreyfingarlausir við borð sín. Gólfiðflaut í
mistökum stelpunnar og ofaná sigldu öskubátar fram og aftur.
Varir. Blautar varir, þurrar varir. í skjóli reykjar og setninga
stunduðum viðgrafarrán. Hirtum allt nema kistuna og grófum
síðan nýjar holur fyrir mistökin. Ókunnug skáld og skrýtin orð
urðu til í huga okkar. Grafarræningjar í leit að gulli til að gefa
öðrum. Á borðinu stóðu glösin hálffull eða tóm afnýjum sögum.
Við grófum dýpra og dýpra uns við náðum algleymi. Hendur
lyftust ogfætur slógu takt. Villtir skrokkar köstuðu afsér
frökkunum og stigu dans á borðunum. Skórnir. Grá reykjarskíma
skreið í loftinu og Ijósin breyttust í geimskip. Hreyfingarlaus
geimskip. Við æptum í huga okkar og slógum sinnuleysið út af
laginu. Þetta var. Sólargeislinn rauf andartakið og áður en við
vissum afvorum við einir. Hver í sínu sæti. Búnir að reykja nóg,
tala nóg ogfá nóg. Bara þögn.
(Ljóðdrekar III 1992:42)
í þessu ljóði er að finna öll megineinkenni prósans. Á yfirborðinu hefur það form
óbundins máls en hrynjandin er greinilega skipulögð. Setningar eru stuttar, stund-
um aðeins eitt eða tvö orð. Nokkuð er um stuðlasetningu: Hringur af mislitu hári,
stöðugt á hreyfingu. Sterkar myndir og merkingarleg samþjöppun magna skynhrifin.
Myndljóð
Konkretljóð má rekja allt aftur til Forn-Grikkja og þau hafa birst af og til á ýmsum
tímum bókmenntasögunnar. Ljóðformið hefur viss tengsl við myndlist og byggir á
því að orðum og bókstöfum er raðað þannig saman að inntak ljóðsins fær ákveðna
myndræna styrkingu - ljóðið er mynd í bókstaflegri merkingu þess orðs.
Typógrafísk ljóð bera mörg einkenni konkret ljóða þótt áhersla sé meiri á
einstök tákn og rithátt orða. Sem dæmi má nefna að ljóð eftir bandaríska skáldið E.
E. Cummings hefst á orðunum „mOOn Over tOwns mOOn," og vildi skáldið með
þessum rithætti orðanna árétta þá staðreynd að bókstafurinn O minnir á tungl-
kringluna (Kennedy 1986:197).
Það kom dálítið á óvart hversu fá ljóð Ljóðdreka tilheyra þessum flokki því
formið býður óneitanlega upp á fjölmargar og frumlegar leiðir til tjáningar. Þó ber
að hafa í huga að þessi tegund ljóða hefur ekki notið þeirrar athygli sem skyldi
meðal íslenskra ljóðskálda hvað sem veldur. Aðeins sex ljóð í bókunum geta með
réttu talist til þessa flokks og skiptast þau þannig að fjögur eru konkret og tvö typó-
grafísk.
116