Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 29

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 29
AMALÍA BJÖRNSD., INGIBJÖRG SÍMONARD. OG JÓHANNA EINARSD. sérlega mikilvægt að fylgjast náið með málþroska, þar með talið hljóðkerfis- og mál- vitund, þeirra barna þar sem fyrir er fjölskyldusaga um slíka erfiðleika. Þegar fyrir liggur fjölskyldusaga um ákveðna líkamlega sjúkdóma hjá einstaklingi þykir sjálf- sagt að fylgst sé betur með viðkomandi og í raun ætti það ekki að vera neitt öðruvísi ef um námsörðugleika er að ræða. Sérstök örvun eða þjálfun fyrir börn í áhættuhópi veldur' varla skaða en getur hugsanlega dregið úr eða komið í veg fyrir erfiðleika síðar á skólagöngu barnsins. Það er því vonandi að vísbendingar um slaka hljóðkerfisvitund í leikskóla verði til þess að unnið verði með þeim börnum sem á þurfa að halda til að þjálfa þau og styrkja. Með því aukast líkur á farsælu lestrarnámi sem hlýtur að vera lykill að far- sælu námi í grunnskóla. Wagner og félagar (1997) benda á að æskilegt sé að hefja þjálfun hljóðkerfisvitundar sem fyrst, áður en barnið lendir í því að mistakast í lestrarnáminu. Hugsanlegt er að leikskólakennarar geti gegnt lykilhlutverki í því hvernig lestrarnám barnanna gengur jafnvel þótt hið eiginlega lestrarnám hefjist ekki fyrr en í grunnskóla. Á leikskólaaldri er lagður grunnur og án hans er erfiðara að ná góðum árangri í lestrarnámi. í handbók með HLJÓM-2 (Ingibjörg Símonardóttir o.fl., 2002) eru birt viðmið fyr- ir árangur á HLJÓM-2. Þar er leikskólakennurum bent á að æskilegt sé að frekari greining fari fram á vanda þeirra barna sem lenda í neðstu 10% á HLJÓM-2 og þá með það í huga að grípa megi til viðeigandi ráðstafana til að koma til móts við þessi börn. Einnig er bent á að þeim börnum sem eru í neðsta fjórðungi á HLJÓM-2 ætti að sinna sérstaklega. Ekki er svo að skilja að fjórðungur barna verði ólæs eða lendi í miklum erfiðleikum í lestrarnámi heldur er bent á að þessi börn sýna ákveðin merki um veikleika í hljóðkerfis- og málmeðvitund sem gott væri að bregðast við til þess að draga úr líkum á erfiðleikum í lestrarnámi. Hugmyndin að baki HLJÓM-2 er ekki að finna börn með slaka hljóðkerfisvitund til að setja á þau merkimiða heldur að bera kennsl á þau til að hægt sé að styrkja þau fyrir átökin við hið ritaða orð. Heimildir Aðahmmskrá leikskóla (1999). Reykjavík, Menntamálaráðuneytið. Amalía Björnsdóttir (2001) Tengsl félagslegra þátta við árangur á samræmdum próf- um. Fyrirlestur fluttur 6. febrúar 2001 í Kennaraháskóla íslands. Ásthildur B. Snorradóttir (1999). Plwnological Awareness in Children ivitli and without Reading Deficits. Óbirt meistaraprófsritgerð, Fort Hays State University, KA, Bandaríkjunum. Borstörm, I. og Elbro, C. (1996, september). Preventing Dyslexia in Kindergarten. A Longitudinal Study of Children with Dyslexic Parents. Erindi flutt á Nordisk konfer- anse om dysleksi í Stavanger, Noregi. Umsjón: Senter for leseforskning for NOR- DLES. Bradley, L. og Bryant, F. (1978). Difficulties in auditory organization as a possible cause of reading backwardness. Nature, 271, 746-747. Bradley, L. og Bryant, P.E. (1983). Categorizing sounds and learning to read - a causal connection. Nature, 301, 419-421. 27 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.