Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 38

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 38
ÞEGNSKAPARMENNTUN áreiðanlegum leiðum til að miðla gildum í skólum og jafnvel þótt það væri hægt þá er slíkt einfaldlega ekki hlutverk skólans heldur heimilanna og annarra stofnana þjóðfélagsins (sjá t.d. Tooley 2000). Pólitísku íhaldsmennirnir brýna kutana af enn meiri ákafa: Þegnskaparmenntunin sé ekki aðeins marklaus og fánýt heldur beinlín- is hættuleg, með því að umbylta forntroðnum slóðum: Inntakið sé ómeginslyf sem flokkshallir kennarar geti auðveldlega nýtt til að innræta nemendum eigin stjórn- málakreddu; aðferðin, einkum gagnrýnu umræðurnar, skapi snarvíga yfirborðs- menn, ærða af hringlanda ólíkra röksemda, sem sífellt vefengi hefðbundnar venjur í samfélaginu í krafti misskilins umburðarlyndis og víðsýnis (sjá t.d. O'Hear 1981). Algengustu róttæku andmælin gegn þegnskaparmenntun eru runnin frá gagn- rýnum póstmódernistum og ýmiss konar skoðanasystkinum þeirra, þar með töldum svokölluðum póst-femínistum. Þótt þessir andmælendur fagni því að þegnskapar- menntunin skyggni lífsleiknina frá hópbundnu, fremur en sammannlegu, sjónar- horni, þá sé sjónarhornið of vítt: Ekki sé völ á neinni sameiginlegri hugsjón lýðræð- islegrar þegnvísi sem miðla megi til allra íbúa í vestrænum lýðræðissamfélögum, burtséð frá kyni, stétt og litarhætti; nema hugmyndin sé þá sú að festa enn í sessi ímynd og viðhorf hvítra miðstéttarkarla. Þvert á móti þurfi að taka fullt tillit til frá- brigða og fjölbreytni menningar og styrkja grenndargildi sem bætt geti sjálfsmynd fólks í ólíkum menningarkimum, til dæmis samkynhneigðra karla, fátækra blökku- kvenna og þar fram eftir götum (Hall 2000; sjá einnig um femíníska gagnrýni á þegnskaparmenntun hjá Enslin og White 2003:119-120). Önnur en gjörólík róttæk andmæli gegn þegnskaparmenntun má svo lesa úr hug- sjón beinaberu lífsleikninnar, eins og ég nefndi í upphafi, og er nú kominn tími til að segja ger frá þeim. SLEÐINN FRAM FYRIR EYKINN? Stysta samantekt á andmælum beinaberrar lífsleikni gegn þegnskaparmenntun myndi hljóða svo að þegnskaparmenntunin „stjórnmálavæði" lífsleiknina meir en góðu hófi gegni, með því að setja stjórnmálalæsi og lýðræðisleikni í öndvegi í stað hinna siðferðilegu kjarnadygða. Nú útilokar þetta vissulega ekki hvort annað; við höfum séð að á Islandi hefur lýðræðisleiknin sinn sess í lífsleikninni þó að áherslan sé fremur á sálræna og siðlega leikni. En hættan er sú, myndu beinaberu lífsleikni- sinnarnir segja, að þegar þegnskaparmenntunin er orðin að sjálfstæðu fagi, með sjálf- stæða hugmyndafræði - eins og tilhneigingin virðist vera í hinni alþjóðlegu menntaumræðu - fari hún að skyggja á hinn nauðsynlega kjarna allrar lífsleikni- kennslu sem séu sálrænu hæfileikarnir og siðferðisdygðirnar er allar stjórnmálaskoð- anir sæki mátt sinn til. Svo að notað sé gamalt íslenskt orðtak þá er hin meinta hætta sú að sleðanum verði hleypt fram fyrir eykinn. Það þarf ekki mikla heimspekilega hugkvæmni til að „uppgötva" þessi andmæli. Hugmyndin að baki þeim býr í sjálfri flokkuninni á beinaberri lífsleikni sem sammannlegri inntakshyggju fremur en hópbundinni. Meiri furðu vekur hví þessi andmæli hafa ekki verið rakin og rýnd í ritum um beinabera lífsleikni. Áður en ég 36
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.