Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 45
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR
Betur má ef duga skal:
Námskrá framhaldskólans í
kynjafræðilegu Ijósi
Hér er fjallað um greiningu á nýjum námskrám framhaldsskólans (1999) í Ijósi jafnréttis
kynjanna. Þó að reynt sé með jafnréttislögum aðforðast aðfestast í gamalgrónum kynhlut-
verkum meðþví að kveða skýrt á um að búa eigi bæði kynin jafnt undir virka þátttöku í sam-
félaginu, í fjöiskyldulífi og í atvinnulífi sem og um jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum
virðast þær áherslur ekki koma fram í námskrám framhaldsskólans. Þar er lögð takmörkuð
áhersla á fjölskyldufræðslu, á það að vera þegn í lýðræðisþjóðfélagi og á jafnréttisfræðslu.
Hugmyndir um kynhlutleysi og um jafnan rétt eru ráðandi en lítiðfer fyrir hugmyndum um
samþættingu jafnréttisjónarmiða. Þetta má skýra með hliðsjón af: hefðbundnum viðmiðum
um stöðu og vald námsgreina þar sem greinar sem taka áfjölskyldu og jafnréttismálum eins
og lífsleikni og samfélagsfræði standa veikt; afhugmyndum um kyngervi sem byggja á eðlis-
hyggju; og af stjórnunaráherslum ný-frjálshyggjunnar þar sem áhersla á skilvirkni og árang-
ur er íforgrunni en jafnréttismarkmið víkja til hliðar. Svo virðist sem fjölskyldusviðið sé enn
utan við menntahugtakframhaldsskólans. Höfundur telur mikilvægt að eflafræðslu um lýð-
ræðislega viðurkennd markmið skólastarfs, afbyggja hefðbundnar hugmyndir um kynjun
fræðigreina og eðlismun kynjanna, horfa til jafnréttismarkmiða þegar árangur skólastarfs er
metinn og þróa jafnréttismælikvarða í þeim tilgangi. Jafnframt er mikilvægt að finna leiðir
til að vinna gegn þeirri andstöðu eða andvaraleysi sem hindra lögbundnar breytingar og
virðast affaglegum, pólitískum og sögulegum toga.
Námskrár mótast af sjónarmiðum sem eru söguleg, pólitísk, tengd kynþáttum og kynferði, sjónarmið-
um sem eru fyrirbærafræðileg, ævisöguleg, fagurfræðileg, guðfræðileg og alþjóðleg.
(Pinar, Reynolds, Slattery og Taubman, 1995: 847)'
Nýlega hafa námskrár grunn- og framhaldsskólans verið endurskoðaðar frá grunni
og gefnar út í aðgengilegu formi. Lítið hefur verið tekist á um þær í ræðu eða riti þó
að þær eigi að vera komnar að fullu til framkvæmda. Ef tekið er mið af tilvitnuninni
að ofan er margs að gæta við námskrárgerð, m.a. sjónarmiða kynferðis. 1 framhaldi
af greiningu minni á eldri námskrám skólakerfisins og nýjum námskrám grunnskól-
ans (Guðný Guðbjörnsdóttir, 1991, 1992, 2003) er ætlunin í þessari grein að kanna
43