Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 45

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 45
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR Betur má ef duga skal: Námskrá framhaldskólans í kynjafræðilegu Ijósi Hér er fjallað um greiningu á nýjum námskrám framhaldsskólans (1999) í Ijósi jafnréttis kynjanna. Þó að reynt sé með jafnréttislögum aðforðast aðfestast í gamalgrónum kynhlut- verkum meðþví að kveða skýrt á um að búa eigi bæði kynin jafnt undir virka þátttöku í sam- félaginu, í fjöiskyldulífi og í atvinnulífi sem og um jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum virðast þær áherslur ekki koma fram í námskrám framhaldsskólans. Þar er lögð takmörkuð áhersla á fjölskyldufræðslu, á það að vera þegn í lýðræðisþjóðfélagi og á jafnréttisfræðslu. Hugmyndir um kynhlutleysi og um jafnan rétt eru ráðandi en lítiðfer fyrir hugmyndum um samþættingu jafnréttisjónarmiða. Þetta má skýra með hliðsjón af: hefðbundnum viðmiðum um stöðu og vald námsgreina þar sem greinar sem taka áfjölskyldu og jafnréttismálum eins og lífsleikni og samfélagsfræði standa veikt; afhugmyndum um kyngervi sem byggja á eðlis- hyggju; og af stjórnunaráherslum ný-frjálshyggjunnar þar sem áhersla á skilvirkni og árang- ur er íforgrunni en jafnréttismarkmið víkja til hliðar. Svo virðist sem fjölskyldusviðið sé enn utan við menntahugtakframhaldsskólans. Höfundur telur mikilvægt að eflafræðslu um lýð- ræðislega viðurkennd markmið skólastarfs, afbyggja hefðbundnar hugmyndir um kynjun fræðigreina og eðlismun kynjanna, horfa til jafnréttismarkmiða þegar árangur skólastarfs er metinn og þróa jafnréttismælikvarða í þeim tilgangi. Jafnframt er mikilvægt að finna leiðir til að vinna gegn þeirri andstöðu eða andvaraleysi sem hindra lögbundnar breytingar og virðast affaglegum, pólitískum og sögulegum toga. Námskrár mótast af sjónarmiðum sem eru söguleg, pólitísk, tengd kynþáttum og kynferði, sjónarmið- um sem eru fyrirbærafræðileg, ævisöguleg, fagurfræðileg, guðfræðileg og alþjóðleg. (Pinar, Reynolds, Slattery og Taubman, 1995: 847)' Nýlega hafa námskrár grunn- og framhaldsskólans verið endurskoðaðar frá grunni og gefnar út í aðgengilegu formi. Lítið hefur verið tekist á um þær í ræðu eða riti þó að þær eigi að vera komnar að fullu til framkvæmda. Ef tekið er mið af tilvitnuninni að ofan er margs að gæta við námskrárgerð, m.a. sjónarmiða kynferðis. 1 framhaldi af greiningu minni á eldri námskrám skólakerfisins og nýjum námskrám grunnskól- ans (Guðný Guðbjörnsdóttir, 1991, 1992, 2003) er ætlunin í þessari grein að kanna 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.