Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 51
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR
viðmiðunarstundaskráin fyrir bóknámsbrautir borin saman við námskrána frá 1990.
Þá voru eftirfarandi greinahefti athuguð: Aðalnámskrá framhaldsskóla. Samfélagsgrein-
ar; Lífsleikni; Upplýsinga og tæknimennt (1999). Þessar greinar voru valdar þar sem þær
koma mest inn á jafnréttismál. Það bíður betri tíma að skoða námskrár fleiri greina
og námsbrauta, ekki síst starfsnámsbrauta framhaldsskólans. Rannsóknarspurning-
arnar voru settar fram með hliðsjón af athugun á lögum og stefnuritum menntamála-
ráðuneytisins (1990, 1996,1999) og fræðilegri umræðu.
Greiningin fór þannig fram að höfundur og aðstoðarmaður, sem er kennari og MA
nemi“, lásu ofangreind gögn með hliðsjón af jafnréttissjónarmiðum almennt og áður-
nefndum spurningum. Svör voru skráð niður með tilvísun í viðkomandi texta.
Enginn ágreiningur var um staðreyndir. í túlkun var varfærni ávallt höfð að leiðar-
ljósi ef álitamál komu upp.
Einnig voru athugaðar skólanámskrár flestra framhaldsskóla landsins þar sem
aðalnámskráin vísar þangað nokkrum sinnum. Upplýsingar um skólanámskrár voru
fengnar af heimasíðum framhaldsskólanna en öllum framhaldsskólum var skrifað og
beðið um nýrri upplýsingar ef til væru um skólanámskrár viðkomandi skóla. Nokkr-
ir skólar sendu pappírseintök af skólanámskrám; svör voru yfirleitt á þá leið að upp-
lýsingarnar á heimasíðum væru í gildi en frekari vinna í skólanámskrá væri á dag-
skrá.
NIÐURSTÖÐUR
Orðræðan um kynjajafnrétti í aðalnómskrám framhaldsskólans
I eldri námskrá handa framhaldsskólum frá árinu 1990 var ekki að finna stafkrók um
jafnrétti kynjanna, hvorki í tengslum við markmið, samskipti, áfangalýsingar eða
brautalýsingar. Hvergi átti að taka á jafnréttisfræðslu þrátt fyrir skýr lagaákvæði í
þágildandi jafnréttislögum (Guðný Guðbjörnsdóttir, 1992). Forvitnilegt er að athuga
hvort eitthvað kemur fram í aðalnámskránum um það að undirbúa eigi bæði kynin
jafnt, sem borgara í lýðræðisþjóðfélagi, undir þátttöku í atvinnulífi, fjölskyldulífi og í
samfélaginu yfirleitt; hvort námskráin sé líkleg til að draga úr kynbundnu náms- og
starfsvali og hvað hún segir um jafnréttisfræðslu. Eða hvort námskráin er ef til vill
kynhlutlaus og þá á hvaða forsendum.
Aðalnámskrá framhaldsskóla. Almennur hluti
1 almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla er vitnað í markmiðsgrein fram-
haldsskólalaganna þar sem segir m.a. að markmiðið sé að búa nemendur undir störf
í atvinnulífinu og frekara nám. Þá segir í aðalnámskránni að skólinn eigi að auðvelda
nemum að átta sig á eigin stöðu í samfélaginu og þessar skyldur skólans falli undir
hugtakið lífsleikni. Þar á að búa nema undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi og dýpka
skilning þeirra á samfélaginu, atvinnuháttum, menningu, náttúru, fjölskylduábyrgð,
einstaklingsskyldum og rétti (Aðalnámskrá framhaldsskóla. Almennur hluti, 1999:14). Þá
segir að gæta beri jafnréttis nemenda til náms. Hér er um víða merkingu hugtaksins
að ræða; verkefni eigi að höfða jafnt til pilta og stúlkna, nemenda í dreifbýli og þétt-
49