Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 53

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 53
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR að meiri samræming tryggi jafnari stöðu að námi loknu. Einn meginókostur sérhæf- ingarinnar er að brautaval í framhaldsskóla, sem er mjög kynbundið (Menntamál- aráðuneytið, 1998), er líklegra en áður til að takmarka valmöguleika til náms á há- skólastiginu og þar með að festa kynbundið náms- og starfsval í sessi. En hvað segja námskrár einstakra greina um lögbundna jafnréttisfræðslu? Þær greinar sem eitthvað koma inn á jafnréttisfræðslu eru samfélagsgreinar og lífsleikni. Einnig þykir fróðlegt að kanna hvort og þá hvernig tekið er á jafnrétti kynjanna í nýrri námsgrein framhaldskólans, þ.e. upplýsinga- og tæknimennt. Samfélagsgreinar í Aðalnámskrá framhaldsskóla. Samfélagsgreinar má á nokkrum stöðum sjá markmið sem lúta að jafnréttisfræðslu. Aðeins hluti samfélagsgreinanna er í kjarna bóknáms- brauta eða 3 einingar í félagsfræði og 6 einingar í sögu. í þeim áföngum sem allar bóknámsbrautirnar taka má finna eftirfarandi markmið sem snúa á einhvern hátt að kynferði og jafnrétti: 1. Félagsfræði 103. Þar á nemandi að þekkja til orsaka kynþáttafordóma og annarr- ar mismununar og fjalla um jafnrétti á vinnumarkaði (Aðalnámskrá framhalds- skóla. Samfélagsgreinar, 1999:18-19). 2. Saga 303 (frá fornöld til 1800). Þar á nemandi að: glíma við málefni sem ýmsar skoðanir voru uppi um á siðbreytingartíma á Islandi og erlendis, svo sem afstöðu til ... hlutverks fjölskyldu, stöðu kynja, skemmtana og kynlífs; þekkja til fjöl- skyldulífs (t.d. stöðu kynja og sambands foreldra og barna) á fyrri hluta nýaldar; þekkja viðhorf upplýsingarinnar til uppeldis og fræðslu, fjölskyldu og kynjahlut- verks, bæði á Islandi og erlendis. (Sama heimild: 87-88). 3. Saga 203 (1750 til líðandi stundar). Þar á nemandi m.a. að greina þróunarsögu liug- mynda um þjóðfrelsi, þing, stjórnarskrá, kosningarétt og jafnrétti kynja og sjá hugmynda- og stjórnmálastefnur, t.d. frjálslyndisstefnu, jafnaðarstefnu, femín- isma, módernisma og póstmódernisma, sem viðbrögð við þessum vanda og við- leitni til nýsköpunar. Þá eiga nemar að þekkja sögu líknar- og framfarafélaga, ekki síst þeirra sem konur stóðu að, forsendur þeirra, stefnu og starfsemi; skoða og meta þróun kvenfrelsisbaráttu á íslandi og erlendis; kanna mannréttindabar- áttu á völdum stöðum og tímum og meta félagsleg áhrif tækninýjunga á fólks- fjölda, byggðamynstur, stéttaþróun, hlutskipti kynjanna og fjölskylduna. (Sama heimild: 92-95). í síðastnefnda áfanganum má finna ítarlegasta vísinn að jafnréttisfræðslu. í valáföng- um í brautarkjarna félagsfræðibrautar má einnig finna markmið sem lúta að kynferði og jafnrétti. Athygli vekur að Sálfræðin er nánast kynhlutlaus samkvæmt námskránni. Einnig vekur athygli að engin skírskotun er til kynferðis, kynjajafnréttis eða jafnréttisfræðslu í umfjöllun námskrárinnar um fjölmiðlafræði. Lífsleikni I inngangi að námskrárheftinu Lífsleikni er vísað til 17. greinar laga um framhalds- skóla, þar sem segir að í brautarkjarna skuli vera námsgreinar sem stuðla eiga að almennri menntun og búa nemendur undir þátttöku í samfélaginu. Lífsleiknin á að 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.