Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 53
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR
að meiri samræming tryggi jafnari stöðu að námi loknu. Einn meginókostur sérhæf-
ingarinnar er að brautaval í framhaldsskóla, sem er mjög kynbundið (Menntamál-
aráðuneytið, 1998), er líklegra en áður til að takmarka valmöguleika til náms á há-
skólastiginu og þar með að festa kynbundið náms- og starfsval í sessi.
En hvað segja námskrár einstakra greina um lögbundna jafnréttisfræðslu? Þær
greinar sem eitthvað koma inn á jafnréttisfræðslu eru samfélagsgreinar og lífsleikni.
Einnig þykir fróðlegt að kanna hvort og þá hvernig tekið er á jafnrétti kynjanna í
nýrri námsgrein framhaldskólans, þ.e. upplýsinga- og tæknimennt.
Samfélagsgreinar
í Aðalnámskrá framhaldsskóla. Samfélagsgreinar má á nokkrum stöðum sjá markmið
sem lúta að jafnréttisfræðslu. Aðeins hluti samfélagsgreinanna er í kjarna bóknáms-
brauta eða 3 einingar í félagsfræði og 6 einingar í sögu. í þeim áföngum sem allar
bóknámsbrautirnar taka má finna eftirfarandi markmið sem snúa á einhvern hátt að
kynferði og jafnrétti:
1. Félagsfræði 103. Þar á nemandi að þekkja til orsaka kynþáttafordóma og annarr-
ar mismununar og fjalla um jafnrétti á vinnumarkaði (Aðalnámskrá framhalds-
skóla. Samfélagsgreinar, 1999:18-19).
2. Saga 303 (frá fornöld til 1800). Þar á nemandi að: glíma við málefni sem ýmsar
skoðanir voru uppi um á siðbreytingartíma á Islandi og erlendis, svo sem afstöðu
til ... hlutverks fjölskyldu, stöðu kynja, skemmtana og kynlífs; þekkja til fjöl-
skyldulífs (t.d. stöðu kynja og sambands foreldra og barna) á fyrri hluta nýaldar;
þekkja viðhorf upplýsingarinnar til uppeldis og fræðslu, fjölskyldu og kynjahlut-
verks, bæði á Islandi og erlendis. (Sama heimild: 87-88).
3. Saga 203 (1750 til líðandi stundar). Þar á nemandi m.a. að greina þróunarsögu liug-
mynda um þjóðfrelsi, þing, stjórnarskrá, kosningarétt og jafnrétti kynja og sjá
hugmynda- og stjórnmálastefnur, t.d. frjálslyndisstefnu, jafnaðarstefnu, femín-
isma, módernisma og póstmódernisma, sem viðbrögð við þessum vanda og við-
leitni til nýsköpunar. Þá eiga nemar að þekkja sögu líknar- og framfarafélaga,
ekki síst þeirra sem konur stóðu að, forsendur þeirra, stefnu og starfsemi; skoða
og meta þróun kvenfrelsisbaráttu á íslandi og erlendis; kanna mannréttindabar-
áttu á völdum stöðum og tímum og meta félagsleg áhrif tækninýjunga á fólks-
fjölda, byggðamynstur, stéttaþróun, hlutskipti kynjanna og fjölskylduna. (Sama
heimild: 92-95).
í síðastnefnda áfanganum má finna ítarlegasta vísinn að jafnréttisfræðslu. í valáföng-
um í brautarkjarna félagsfræðibrautar má einnig finna markmið sem lúta að kynferði
og jafnrétti. Athygli vekur að Sálfræðin er nánast kynhlutlaus samkvæmt
námskránni. Einnig vekur athygli að engin skírskotun er til kynferðis, kynjajafnréttis
eða jafnréttisfræðslu í umfjöllun námskrárinnar um fjölmiðlafræði.
Lífsleikni
I inngangi að námskrárheftinu Lífsleikni er vísað til 17. greinar laga um framhalds-
skóla, þar sem segir að í brautarkjarna skuli vera námsgreinar sem stuðla eiga að
almennri menntun og búa nemendur undir þátttöku í samfélaginu. Lífsleiknin á að
51