Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 57

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 57
GUÐNY GUÐBJORNSDÓTTIR um hugmyndum um samskipti kynja, kynþátta eða stétta m.a. með námsáætlun sem leggur áherslu á að takast á við árekstra og lausn deilumála (conflid resolution); á mannréttindi og lagaleg réttindi og færni í lýðræðislegum vinnubrögðum (Davies, 2000). Slíkar hugmyndir eru ekki fyrirferðarmiklar í námskrá framhaldsskólans. Reynsla höfundar af stjórnmálaþátttöku kvenna styrkir þá skoðun að þjálfun af þessu tagi sé mikilvæg og nýlega hefur Vigdís Finnbogadóttir lagt áherslu á þetta sjónarmið í íslenskum fjölmiðlum. í öðru lagi var spurt hvort námskrárnar væru líklegar til að draga úr kynbundnu náms- og starfsvali með samsetningu námsgreina á brautum eða innihaldi náms- greina, einnig hvaða námsgreinar styrkist og hvernig það tengist virðingarröð þeirra eða kynjun. Eins og fram kom í töflu 1 þá er sérhæfing á öllum brautum meiri í nýju námskránni en þeirri gömlu frá 1990. Þannig styrkjast náttúrufræðigreinar og stærð- fræði á náttúrufræðibrautum, félagsgreinar á félagsfræðbrautum og erlend tungumál á tungumálabrautum. Þessa auknu sérhæfingu má hugsanlega rökstyðja með mikil- vægi sérhæfingar í sjálfu sér og að áhugasvið nemenda séu virt og talin mikilvæg fyrir nám og námsárangur. Hér virðist vera um ákveðna málamiðlun að ræða á milli faggreinasviða. Hvert svið heldur sínum hlut ef miðað er við kennslumagn, þó að kennslan beinist að sérhæfðari hópum nemenda en áður. En hvað með sjónarmið jafnréttis í náms- og starfsvali? Hér er ekkert gert til að stuðla að jafnara námsvali, nema síður sé. Ætla má að val á námsbrautum, sem er töluvert kynbundið (Mennta- málaráðuneytið, 1998:31-32), hafi afdrifaríkari áhrif á námsval síðar vegna sérhæf- ingar. Sem dæmi má nefna að nemar á tungumála- og félagsfræðabrautum taka nú aðeins 6 einingar í stærðfræði og 6-9 einingar í náttúrufræði í stað 12-15 áður, sem takmarkar val þessara nema á háskólastiginu. I þessu ljósi er eftirtektarvert að lífs- leiknin er skylda á öllum bóknámsbrautum, og um leið ákveðin viðurkenning á að hefðbundin greinabundin námskrá svarar ekki lengur kalli tímans í flóknu samfélagi nútímans (Behar-Horenstein, 2000; Lahelma og Gordon, 1998). Lífsleiknin hefur ekki helstu einkenni virðingarmikilla fræðigreina og því verður fróðlegt að fylgjast með þróun hennar, hvers konar andstöðu hún mætir og hvort hún muni ná til jafnréttis- fræðslu og undirbúnings fyrir fjölskyldulíf. Þá er mjög athyglisvert hve erfitt uppdráttar upplýsinga- og tæknimennt á í nýju námskránum. I raun er upplýsinga- og tæknimennt fundinn staður annars vegar sem tölvufræði á kjörsviði náttúrufræðibrautar og hins vegar sem valáfangi (UTN 103) fyrir þá sem ekki hafa nægilega undirstöðu í tölvunotkun. Fróðlegt verður að fylgjast með kynjahlutföllunum í ofangreindum tveimur leiðum til að nema upplýs- inga- og tæknimennt og hvort rými finnst fyrir fræðslu um „frumkvöðlastarf kvenna í þróun tölva og forritunar" (Aðalnámskrá framlmldsskóla. Upplýsinga- og tæknimennt, 1999:6). Þess skal getið að upplýsinga- og tæknibraut er einnig í boði sem tilrauna- verkefni að fengnu samþykki menntamálaráðuneytis (Aðalnámskrá framhaldsskóla. Almennur hluti, 1999:69). Aformin um samþættingu kynjasjónarmiða sem koma fram í námskrá greinarinnar ná varla langt ef skipulagið er þannig að viðkomandi áfangi, námsgrein eða námsbraut verða ekki í raun sótt af báðum kynjum. 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.