Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 71

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 71
AUÐUR TORFADÓTTIR Paul Nation (2001) bendir á að ef við höfum á valdi okkar 1000 algengustu orða- fjölskyldurnar í ensku, þá skiljum við 65%-75% af orðum venjulegs texta, t.d. blaða- eða tímaritstexta. Að þessu er komist með því að reikna hlutfall orðafjölskyldna á 1000 orða listanum af öllum orðum sem koma fyrir í tilteknum texta. Við komumst ekki langt í lestrinum með þennan takmarkaða orðaforða. Ef við höfum vald á 1000 næstalgengustu orðunum til viðbótar, skiljum við 85% af orðaforða sams konar texta. Með öðrum orðum sagt, þá er u. þ. b. eitt af hverjum fimm orðum nýtt fyrir lesand- anum. Ef til viðbótar kemur orðaforðinn í The Uiuversity Word List eða The Academic Word List, þá er skilningurinn kominn upp í 95%, sem þýðir að u. þ. b. eitt af hverj- um tuttugu orðum er nýtt. Þó að þessu marki sé náð er enn nokkuð langt í land, en ávinningurinn af því að hafa á valdi sínu þennan orðaforða er augljós. Því má bæta við að 2000 algengustu orðin eru einnig hvað virkust í því að mynda tengsl við önnur orð í orðastæðum (collocations). Það er því augljós ávinningur að hafa vald á þeim. AÐFERÐ ÞáHtakendur Könnun sú sem hér um ræðir var gerð vorið 1998 og tóku sjö framhaldsskólar þátt í henni, fjórir skólar á höfuðborgarsvæðinu og þrír á landsbyggðinni. Þó að reynt hafi verið að velja skóla sem eru ólíkir hvað stærð og staðsetningu varðar er aldrei vissa fyrir því að rétt úrtak hafi náðst. Þó má ætla að úrtakið gefi nokkuð rétta mynd þar sem svo margir nemendur tóku þátt í könnuninni. Sex þessara skóla eru skipulagðir samkvæmt áfangakerfi en einn samkvæmt bekkjarkerfi. Nemendur sem tóku þátt í könnuninni voru alls 736 og voru þeir í síðustu skylduáföngum í ensku og áföngum sem teknir voru eftir það sem hluti af námi í máladeild eða sem val. Gera má ráð fyrir að einhver hluti þeirra sem var að ljúka skylduáfanga og tók þátt í þessari könnun, bæti við sig valáföngum í ensku. Nemendur málabrautar í eina bekkjarskólanum í könnuninni hafa að baki fjögurra ára nám í ensku en þeir sem eru á öðrum brautum þrjú ár. A málabrautum áfanga- skólanna hafa nemendur að baki allt að átta anna nám í ensku en misjafnlega mikið á öðrum brautum, í sumum tilvikum ekki nema þrjár annir. Nokkrar úrlausnir voru ekki teknar með í lokaniðurstöðum, annars vegar vegna þess að þær höfðu ekki verið unnar að fullu og hins vegar þegar um enskumælandi nemendur var að ræða en þessi könnun er ekki miðuð við þá. Þegar að heildar- úrvinnslu kom var einnig sleppt úrlausnum frá einum hópi sem var ekki í loka- áfanga. Niðurstöður byggjast því á 715 úrlausnum. Framkvæmd 1 könnuninni var notað orðaforðapróf sem er ættað er frá Centre for Applied Language Studies, University of Wales, Swansea, endurbætt útgáfa (Meara 1992). Prófið er til í nokkrum þyngdarstigum og hefur verið prófað á þátttakendum frá 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.