Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 87
KRISTIN UNNSTEIN5D0TTIR
an frummótsins. Samuels o.fl. (1997: 145-146) leggja áherslu á að tákn eigi upptök í
frummóti en Jung (1967: 158) skilgreinir frummót sem „meðfæddan hæfileika til að
geta af sér hliðstæðar hugsanir." Jung flokkar frummót þau sem birtast í ævintýrum
eftir þemum og notar um þau táknræn heiti þar sem hann telur að notkun tákna hæfi
best þegar maðurinn fer yfir á svið hins óþekkta og þess sem hann skilur ekki til
fullnustu. Jung greinir á milli þemanna og lýsir þeim stundum á myndrænan hátt. Til
dæmis notar hann orðið skuggi yfir dulvitaðan hluta egósins eða miðpunkts meðvit-
undarinnar. Kvenlega þætti í karlmanni kallar Jung animu, og animus er það hugtak
sem hann notar til þess að vísa til karllegra þátta í konum.
í ævintýri Njarðar hafa hinir kvenlegu þættir hindrandi áhrif. Stjúpan sem hér má
líta á sem animu læsir Jón, sem er tákngervingur egósins, niður í kistu sem hún
hendir út í sjó. I hlutverki tröllskessunnar bindur animan Jón niður. Þriðja birtingar-
mynd animunnar, systirin Lára, er ekki ógnvekjandi en þróttleysi hennar hefur tálm-
andi áhrif. Jón verður að synda með hana á bakinu og þegar systirin deyr jarðar hann
hana á ströndinni. Þegar animan deyr í annað sinn í ævintýrinu er það með vitund
og vilja sögupersónunnar Jóns sem sker tröllskessuna á háls. Til þess að kalla fram
nýja, sterka og jákvæða animu verður hin gamla, veikbyggða og neikvæða að deyja.
f þessu ævintýri verðum við ekki vitni að fæðingu heilsteyptari animu og má segja
að það sé samkvæmt hefðinni, en eins og von Franz (1989:26) hefur bent á, segja
sígild ævintýri aldrei alla sögu af sálarlífinu og háttum þess. Fremur er um það að
ræða að hvert ævintýri lýsi skrefi í viðureigninni við frummót eða þær kenndir og
eðlishneigðir sem viðkomandi frummót tengjast. í einu ævintýri er athyglinni beint
að skugganum, í öðru að animunni eða einhverju öðru frummóti án þess þó að birta
mynd af öllu ferlinu sem þar að auki er síendurtekið í sérhverjum einstaklingi.
Titill ævintýrisins, Jón og drengirnir fjórir, er greinilega engin tilviljun því í loka-
viðureigninni við hina erfiðu animu er hjálp bræðranna fjögurra, sem standa fyrir
frummótið skuggann, ómetanleg. Jón bregst við bón drengsins um mat eins og sannri
hetju sæmir og í anda sígildra ævintýrapersóna. Hann útvegar samstundis það sem
drengurinn biður um og fær að launum töfragrip sem hjálpar honum í nauðum.
Með skeifuna, sem er þekkt fyrir eiginleika sína til að vernda og veita hamingju,
upp á vasann, leggur Jón af stað inn í skóg í leit að næturstað. Hellirinn sem hann kýs
til að hvílast í reynist vera íverustaður skessu nokkurrar sem bindur hann niður í
svefni. Með hjálp skeifunnar, sem hér gæti táknað sameiningarkraft sjálfsins, tekst
Jóni að ná sambandi við hina skapandi krafta skuggans í gervi bræðranna fjögurra
sem færa honum styrk, visku, hraða og töframátt. Hraði einkennir þennan hluta
sögunnar: Jón er leystur, tröllskessan er bundin, lamin niður og skorin á háls.
Þegar Jón býðst til að launa bræðrunum fjórum greiðann óska þeir eftir að hann
hjálpi þeim að komast burt frá eyju úti á miðju hafi, en hafið birtist gjarnan sem tákn
fyrir dulvitundina. Þetta bendir til að skuggaþættirnir leiti í áttina að meðvituðum
hluta sálarlífsins þar sem þeir kunna að verða samþykktir og innlimaðir. Jón og
drengirnir fjórir búa til fleka úr trjábol, sigla yfir hafið og komast heim til Jóns. Sögu-
hetjan hittir aftur föður sinn sem rekur stjúpuna vondu úr landi. Faðir og sonur lifa
upp frá því hamingjusamir til æviloka.
Fyrstu kynni einstaklingsins af orku frummóts sem stendur fyrir eiginleika hins
85