Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 102
HVERT E R SÖGUÞEKKING SÓTT?
Á töflu 2 sést hve mikla Evrópusögu íslensku unglingarnir hafa fengið í samanburði
við aðra þátttakendur. Um fornaldarsögukennslu var ekki spurt. En taflan ber með
sér að íslensku unglingarnir hafi almennt ekki verið afskiptir með kennslu í Evrópu-
sögu fyrr en í nýaldarsögu, eftir um það bil 1500. Miðaldasögukaflinn í Samferða um
söguna kemur ekki illa heim við vitnisburð kennaranna um kennslu sína í miðalda-
sögu: 2,33 svarar til þess að 31 kennari hafi svarað „lítið" en 16 „nokkuð". Islending-
ar skora hæst í svörum um þetta tímabil vegna þess að allir hinir hóparnir segjast
hafa kennt svo litla miðaldasögu. En eftir lok miðalda verður verulegur munur á því
sem íslenskir kennarar segjast hafa kennt og evrópskir félagar þeirra í öllum þeim
hópum sem hér er borið saman við. Iðnbyltingin er það atriði nýaldarsögu sem
íslenskir kennarar segjast hafa kennt mest af þeim sem hér eru til umræðu. Meðaltal
þeirra er 1,91, sem svarar til þess að 43 kennarar hafi svarað „lítið", en fjórir „ekkert".
Af samanburðarhópunum hér er heildarmeðaltalið lægst með 2,88, sem er rétt neðan
við það að allir kennarar hafi svarað „nokkuð". Hinir hóparnir eru rétt ofan við það
meðaltal sem væri ef allir hefðu svarað „nokkuð".
Þessi niðurstaða speglast hreint ekki í svörum nemenda við þekkingarspurning-
unum. Við getum í grófum dráttum skipt flestum atriðum þessara spurninga í tvennt
eftir tímanum sem þær fjalla um. Tvö fyrri atriðin í 19., 32. og 33. spurningu, þegar
þau eru sett upp eins og í töflu 1 hér á undan, snúast um efni sem Isiendingum hafa
verið kennd í skólum nokkurn veginn eins og hverjum öðrum. Síðasta atriðið í 19.
spurningu, öll 20. spurning og tvö síðari atriðin í 32. og 33. spurningu snúast um efni
sem íslensku unglingarnir höfðu lesið áberandi lítið um í skólum. Afgangs verður þá
á milli flokkanna eitt atriði í 19. spurningu, um röðina á verslun milli bæja og launa-
vinnu í verksmiðjum. I töflu 3 er árangurinn borinn saman.
Áður var leitt í ljós (sjá töflu 1) að ekki munaði umtalsverðu á svörum íslendinga
og annarra við þessum þekkingarspurningum, og hið sama kemur í ljós í töflu 3,
þegar flokkað er eftir tímabilum. I spurningum um fornaldar- og miðaldasögu er
mestur munur á íslensku þátttakendunum og Vestur-Evrópumönnum, en hann er
aðeins sá að íslendingar hafa haft rúmlega 71% svaranna rétt, en hinir tæplega 78%.
I nýaldarsögu eru rúmlega 68% íslensku svaranna rétt, en Vestur-Evrópumenn, sem
aftur eru hæstir, svara rétt í tæplega 72% tilfella.
Þó vill svo til að Islendingar eru aðeins neðan við alla samanburðarhópa sína á
báðum tímabilunum. Þess vegna er einfaldast að komast að heildstæðri niðurstöðu
með því að reikna út yfirburði hvers hóps fyrir sig yfir íslendinga í svörum við
spurningum um hvort tímabil fyrir sig. Það er gert í töflu 4 og sýnir að íslendingar
voru örlitlu minna fyrir neðan aðra þegar spurt er um tímabilið sem íslendingar hafa
lært minna um í skólunum. Talan sem sýnir yfirburði annarra yfir íslendinga er í
samanburði við alla aðra en Skandinava svolítið lægri á síðara tímabilinu. íslending-
ar reynast standa sig að minnsta kosti eins vel, í hlutfalli við aðra, í því sem þeir hafa
lært minnst um í skólum.
Af þessu verður auðvitað ekki ályktað að íslenskir unglingar læri ekkert í sögu í
skólunum, því síður að þeir viti minna um söguleg efni vegna þess að þeir hafi lært
um þau í skólunum. En þessi niðurstaða gefur vísbendingu um að aðrar lærdóms-
100