Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 102

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 102
HVERT E R SÖGUÞEKKING SÓTT? Á töflu 2 sést hve mikla Evrópusögu íslensku unglingarnir hafa fengið í samanburði við aðra þátttakendur. Um fornaldarsögukennslu var ekki spurt. En taflan ber með sér að íslensku unglingarnir hafi almennt ekki verið afskiptir með kennslu í Evrópu- sögu fyrr en í nýaldarsögu, eftir um það bil 1500. Miðaldasögukaflinn í Samferða um söguna kemur ekki illa heim við vitnisburð kennaranna um kennslu sína í miðalda- sögu: 2,33 svarar til þess að 31 kennari hafi svarað „lítið" en 16 „nokkuð". Islending- ar skora hæst í svörum um þetta tímabil vegna þess að allir hinir hóparnir segjast hafa kennt svo litla miðaldasögu. En eftir lok miðalda verður verulegur munur á því sem íslenskir kennarar segjast hafa kennt og evrópskir félagar þeirra í öllum þeim hópum sem hér er borið saman við. Iðnbyltingin er það atriði nýaldarsögu sem íslenskir kennarar segjast hafa kennt mest af þeim sem hér eru til umræðu. Meðaltal þeirra er 1,91, sem svarar til þess að 43 kennarar hafi svarað „lítið", en fjórir „ekkert". Af samanburðarhópunum hér er heildarmeðaltalið lægst með 2,88, sem er rétt neðan við það að allir kennarar hafi svarað „nokkuð". Hinir hóparnir eru rétt ofan við það meðaltal sem væri ef allir hefðu svarað „nokkuð". Þessi niðurstaða speglast hreint ekki í svörum nemenda við þekkingarspurning- unum. Við getum í grófum dráttum skipt flestum atriðum þessara spurninga í tvennt eftir tímanum sem þær fjalla um. Tvö fyrri atriðin í 19., 32. og 33. spurningu, þegar þau eru sett upp eins og í töflu 1 hér á undan, snúast um efni sem Isiendingum hafa verið kennd í skólum nokkurn veginn eins og hverjum öðrum. Síðasta atriðið í 19. spurningu, öll 20. spurning og tvö síðari atriðin í 32. og 33. spurningu snúast um efni sem íslensku unglingarnir höfðu lesið áberandi lítið um í skólum. Afgangs verður þá á milli flokkanna eitt atriði í 19. spurningu, um röðina á verslun milli bæja og launa- vinnu í verksmiðjum. I töflu 3 er árangurinn borinn saman. Áður var leitt í ljós (sjá töflu 1) að ekki munaði umtalsverðu á svörum íslendinga og annarra við þessum þekkingarspurningum, og hið sama kemur í ljós í töflu 3, þegar flokkað er eftir tímabilum. I spurningum um fornaldar- og miðaldasögu er mestur munur á íslensku þátttakendunum og Vestur-Evrópumönnum, en hann er aðeins sá að íslendingar hafa haft rúmlega 71% svaranna rétt, en hinir tæplega 78%. I nýaldarsögu eru rúmlega 68% íslensku svaranna rétt, en Vestur-Evrópumenn, sem aftur eru hæstir, svara rétt í tæplega 72% tilfella. Þó vill svo til að Islendingar eru aðeins neðan við alla samanburðarhópa sína á báðum tímabilunum. Þess vegna er einfaldast að komast að heildstæðri niðurstöðu með því að reikna út yfirburði hvers hóps fyrir sig yfir íslendinga í svörum við spurningum um hvort tímabil fyrir sig. Það er gert í töflu 4 og sýnir að íslendingar voru örlitlu minna fyrir neðan aðra þegar spurt er um tímabilið sem íslendingar hafa lært minna um í skólunum. Talan sem sýnir yfirburði annarra yfir íslendinga er í samanburði við alla aðra en Skandinava svolítið lægri á síðara tímabilinu. íslending- ar reynast standa sig að minnsta kosti eins vel, í hlutfalli við aðra, í því sem þeir hafa lært minnst um í skólum. Af þessu verður auðvitað ekki ályktað að íslenskir unglingar læri ekkert í sögu í skólunum, því síður að þeir viti minna um söguleg efni vegna þess að þeir hafi lært um þau í skólunum. En þessi niðurstaða gefur vísbendingu um að aðrar lærdóms- 100
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.