Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 108
NÁTTÚRUFRÆÐIN HEIMA OG í SKÓLA
Gardner, 1996; Jones, 1996; O'Leary og Dee, 1993; Rillero, 1993). Einnig hafa verið
gerðar nokkrar rannsóknir á viðhorfum foreldra til raungreina og þátttöku í námi
barna þeirra í tengslum við raungreinar/náttúrufræði.
Flestar rannsóknirnar benda til að samstarf við foreldra í tengslum við náttúru-
fræðinám barna leiði til jákvæðra viðhorfa nemenda til náttúrufræðikennslu og vís-
inda. Einnig benda þær til að jákvætt viðhorf foreldra gagnvart náttúruvísindum hafi
jákvæð áhrif á viðhorf barnanna sem hefur aftur jákvæð áhrif á námsárangur þeirra
(George og Kaplan, 1998; Fleer og Rillero, 1999; Williams-Norton, 1990).
Flest þeirra heimaverkefna sem þróuð hafa verið í Bandaríkjunum í tengslum við
náttúrufræði taka mið af hugmyndum rússneska málsálfræðingsins Lev Vygotskys
um félagslega hugsmíðahyggju (Fleer og Rillero, 1999). Hugmyndir Vygotskys ganga
út á það að greitt sé fyrir vitsmunaþroska barnsins og hann efldur með því að þau
hafi samskipti og vinni með þroskaðri einstaklingi eins og t.d. foreldrum eða kenn-
ara (Vygotsky, 1978). I mörgum tilfellum virðist hafa tekist að virkja foreldra og vekja
áhuga þeirra og barna þeirra á raungreinum, m.a. með því að fá þá til að vera með í
skipulagningu og framkvæmd náttúrufræðiathugana og -verkefna (Fehling, 1996).
Hins vegar benda sumar rannsóknir til þess að heimaverkefni í náttúrufræði höfði
frekar til foreldra yngri barna grunnskólans og þeir séu fúsari til að vinna með börn-
um sínum en foreldrar eldri barna (sjá t.d. Gennaro og Lawrence, 1992). Bandarísk
rannsókn á þátttöku foreldra barna í 2.-5. bekk grunnskóla í náttúrufræðinámi og
áhrif þátttöku foreldra á námsárangur barnanna sýndi að foreldrar barna sem standa
höllum fæti í námi eru líklegri til að aðstoða börnin sín; þetta eykur aftur þátttöku
foreldra og bætir árangur nemenda (Watkins, 1997). Þetta kom einnig fram í annarri
rannsókn (sjá Keith o.fl., 1993) sem sýndi að slakur námsárangur barna hafði jákvæð
áhrif á þátttöku foreldra sem aftur hafði jákvæð áhrif á námsárangur. Reyndar sýndi
rannsóknin líka að svo virðist sem góður námsárangur leiði einnig til aukinnar þátt-
töku foreldra sem aftur leiðir til enn betri námsárangurs (Keith o.fl., 1993). Sam-
kvæmt þessum rannsóknum er greinilegt að þátttaka foreldra skiptir máli og leiðir til
betri námsárangurs. Námsárangur hefur þannig með öðrum orðum áhrif á þátttöku
foreldra og þátttaka foreldra hefur áhrif á námsárangur (Keith o.fl., 1993).
SHIPS-verkefnið í Bretlandi og Portúgal
SHIPS-verkefnið eftir Joan Solomon og Janine Lee kom út árið 1991 í Bretlandi. Um
er að ræða heimaverkefni í náttúrufræði fyrir nemendur í yngri deildum grunnskóla,
1 .-6. bekk, og voru þau samin til að koma til móts við markmið breskrar námskrár í
náttúrufræði 1989 (Solomon og Lee, 1991,1992). Meginmarkmið SHIPS-verkefnisins
er að efla tengsl heimila og skóla í gegnum náttúrufræðinám nemenda en nemendur
taka verkefnin með sér heim og vinna með foreldrum sínum, sbr. mynd 1.
106