Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 108

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 108
NÁTTÚRUFRÆÐIN HEIMA OG í SKÓLA Gardner, 1996; Jones, 1996; O'Leary og Dee, 1993; Rillero, 1993). Einnig hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir á viðhorfum foreldra til raungreina og þátttöku í námi barna þeirra í tengslum við raungreinar/náttúrufræði. Flestar rannsóknirnar benda til að samstarf við foreldra í tengslum við náttúru- fræðinám barna leiði til jákvæðra viðhorfa nemenda til náttúrufræðikennslu og vís- inda. Einnig benda þær til að jákvætt viðhorf foreldra gagnvart náttúruvísindum hafi jákvæð áhrif á viðhorf barnanna sem hefur aftur jákvæð áhrif á námsárangur þeirra (George og Kaplan, 1998; Fleer og Rillero, 1999; Williams-Norton, 1990). Flest þeirra heimaverkefna sem þróuð hafa verið í Bandaríkjunum í tengslum við náttúrufræði taka mið af hugmyndum rússneska málsálfræðingsins Lev Vygotskys um félagslega hugsmíðahyggju (Fleer og Rillero, 1999). Hugmyndir Vygotskys ganga út á það að greitt sé fyrir vitsmunaþroska barnsins og hann efldur með því að þau hafi samskipti og vinni með þroskaðri einstaklingi eins og t.d. foreldrum eða kenn- ara (Vygotsky, 1978). I mörgum tilfellum virðist hafa tekist að virkja foreldra og vekja áhuga þeirra og barna þeirra á raungreinum, m.a. með því að fá þá til að vera með í skipulagningu og framkvæmd náttúrufræðiathugana og -verkefna (Fehling, 1996). Hins vegar benda sumar rannsóknir til þess að heimaverkefni í náttúrufræði höfði frekar til foreldra yngri barna grunnskólans og þeir séu fúsari til að vinna með börn- um sínum en foreldrar eldri barna (sjá t.d. Gennaro og Lawrence, 1992). Bandarísk rannsókn á þátttöku foreldra barna í 2.-5. bekk grunnskóla í náttúrufræðinámi og áhrif þátttöku foreldra á námsárangur barnanna sýndi að foreldrar barna sem standa höllum fæti í námi eru líklegri til að aðstoða börnin sín; þetta eykur aftur þátttöku foreldra og bætir árangur nemenda (Watkins, 1997). Þetta kom einnig fram í annarri rannsókn (sjá Keith o.fl., 1993) sem sýndi að slakur námsárangur barna hafði jákvæð áhrif á þátttöku foreldra sem aftur hafði jákvæð áhrif á námsárangur. Reyndar sýndi rannsóknin líka að svo virðist sem góður námsárangur leiði einnig til aukinnar þátt- töku foreldra sem aftur leiðir til enn betri námsárangurs (Keith o.fl., 1993). Sam- kvæmt þessum rannsóknum er greinilegt að þátttaka foreldra skiptir máli og leiðir til betri námsárangurs. Námsárangur hefur þannig með öðrum orðum áhrif á þátttöku foreldra og þátttaka foreldra hefur áhrif á námsárangur (Keith o.fl., 1993). SHIPS-verkefnið í Bretlandi og Portúgal SHIPS-verkefnið eftir Joan Solomon og Janine Lee kom út árið 1991 í Bretlandi. Um er að ræða heimaverkefni í náttúrufræði fyrir nemendur í yngri deildum grunnskóla, 1 .-6. bekk, og voru þau samin til að koma til móts við markmið breskrar námskrár í náttúrufræði 1989 (Solomon og Lee, 1991,1992). Meginmarkmið SHIPS-verkefnisins er að efla tengsl heimila og skóla í gegnum náttúrufræðinám nemenda en nemendur taka verkefnin með sér heim og vinna með foreldrum sínum, sbr. mynd 1. 106
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.