Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 112
NÁTTÚRUFRÆÐIN HEIMA OG í SKÓLA
upplýsingar til foreldra svo og orðalag og útskýringar í verkefnum nemenda. Við
nokkur verkefni voru engar athugasemdir gerðar en önnur verkefni eða upplýsingar
þarf greinilega að skoða betur.
Skriflegar athugasemdir foreldra við verkefnin voru iðulega annaðhvort mjög
jákvæðar eða mjög neikvæðar. Jákvæðu athugasemdirnar sneru að ánægju foreldra
með verkefnið og þá vinnu og umræðu sem því tengdist og ekki síst samvinnuna við
barnið og þátttöku í námi þess. Athugasemdirnar sem voru á neikvæðari nótum
sneru helst að því að foreldrum fannst að verkefni af þessu tagi ætti að vinna í skól-
anum, það væri næg heimavinna fyrir og ekki væri allt efni tiltækt á heimilunum sem
þyrfti til að vinna verkefnin. Athugasemdirnar gefa til kynna að heimavinna af þessu
tagi höfði ekki til og henti ekki öllum foreldrum. Þeim finnst nóg um aðra heima-
vinnu og eiga erfitt með að bæta þessu við annasama daga.
Kennarar, fagstjórar, skólastarfið
Tuttugu kennarar af 33 (60%) svöruðu spurningalista sem þeim var sendur. Ástæða
þess að svörun var ekki betri getur verið sú að listinn var sendur í lok skólaársins og
hætt við að hann hafi gleymst í önnum skólalokanna. Þeir sem svöruðu sýndu hins
vegar mjög jákvæð viðbrögð gagnvart verkefninu. Kennurum fannst auðvelt að
tengja verkefnin annarri skólavinnu og í öllum tilfellum fannst þeim það mikilvægt
þó nokkrum fyndist verkefnin líka geta staðið ein og sér. Einnig fannst þeim öllum
auðvelt að tengja verkefnin markmiðum og áherslum aðalnámskrár. Allir kennararn-
ir sögðust sjá verkefnin fyrir sér sem hluta af heimavinnu og skólavinnu nemenda í
framtíðinni og allir sögðu að viðbrögð langflestra foreldra hefðu verið jákvæð. Hins
vegar fannst nokkrum kennaranna upplýsingar til foreldra og kennara mega vera
ítarlegri eða skýrari.
I samtölum við einstaka kennara kom fram að þeim þótti mikilvægt að verkefnin
hvettu nemendur til að skrá niðurstöður sínar á sinn hátt og eftir aðstæðum hverju
sinni. Þeir gætu skrifað lítið eða mikið eða teiknað mynd, allt eftir efnum og ástæð-
um. Kennararnir sögðu einnig að verkefnin virkuðu hvetjandi á nemendur sem
stæðu höllum fæti í námi, því öll úrvinnsla væri miðuð við getu hvers og eins og
nemendur gætu unnið á eigin hraða og á eigin forsendum. Einn kennari sagði að
foreldrar sem væru af erlendu bergi brotnir hefðu lýst ánægju sinni með að SHIPS-
verkefnin gæfu þeim tækifæri til að nálgast skólann og það sem barnið þeirra væri að
gera þar og öll fjölskyldan hefði notið þess að vinna verkefnin.
I viðtölum við fagstjóra í náttúrufræði kom í Ijós að kennarar voru jákvæðir gagn-
vart verkefninu. Þeim fannst þeir fá þarna upp í hendurnar verkefni sem féllu vel að
aðalnámskrá og auðvelt væri að tengja annarri kennslu.
Daginn sem nemendur komu til baka með verkefni sín voru umræður í hópnum
um verkefnið, hvernig til hafði tekist og hvað þeir hefðu lært af verkefninu. Börnin
komu oft með nýjar hugmyndir að heiman sem voru hvatning fyrir kennarann til að
byggja á og fylgja eftir. Dæmi um eitt slíkt verkefni sem reyndist vera mjög áhuga-
vert og góð kveikja að frekari vinnu með líkamann í einum bekknum var verkefnið
Hreyfanlegirfætur sem unnið var með nemendum í 2. bekk. í verkefninu er unnið með