Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 122
LÍÐAN FORELDRA OFVIRKRA BARNA OG REYNSLA ÞEIRRA A F SKÓLANUM
að börn hafi eina eða fleiri fylgiraskanir. Samkvæmt rannsókn Szatmari, Offord og
Boyle (1989) hefur meira en helmingur ofvirkra barna a. m. k. eina fylgiröskun. Það
er því ljóst að í meirihluta tilfella þurfa börnin og uppalendur þeirra ekki einungis að
kljást við einkenni ofvirkni heldur einnig fylgiraskanir. Allstór hluti barnanna grein-
ist með mótþróaþrjóskuröskun (oppositional defiant disorder) og hegðunarröskun
(conduct disorder), ennfremur kvíðaraskanir og margs konar þroskafrávik, s.s. mál-
og talgalla (American Academy of Pediatrics, 2000; Barkley, 1998: 153-154).
Ofvirkum börnum er hættara en öðrum börnum við að eiga við örðugleika að
stríða þegar þau eldast en sumum þeirra reiðir illa af, gengur illa í skóla, eiga við
alvarleg hegðunarvandkvæði að stríða, lenda á braut andfélagslegrar hegðunar,
afbrota og misnotkunar ávana- og fíkniefna (American Academy of Pediatrics, 2000;
Barkley, 1998: 217,153-154).
Ljóst er að foreldra og annarra sem fást við uppeldi og kennslu ofvirkra barna
bíður mun erfiðara verkefni en þegar um önnur börn er að ræða. Það er fyrst og
fremst á þremur sviðum sem erfiðleikar barnanna birtast og geta valdið foreldrum
álagi. I fyrsta lagi eru samskipti ofvirkra barna og foreldra um margt erfiðari en hjá
öðrum börnum. I öðru lagi er skólaganga barnanna oft erfið og í þriðja lagi eiga
ofvirk börn oft í vanda í félagslegum samskiptum. Ofvirk börn eiga gjarnan í erfið-
leikum í skóla, bæði félagslega og hvað námsframmistöðu varðar. Þeim gengur illa
að sitja kyrrum, einbeita sér og fylgja fyrirmælum og eiga samskipti við jafnaldra.
Þeim reynist til að mynda erfitt að halda athygli við skólaverkefni, þau trufla kennslu
í bekknum og nám skólafélaganna og eiga í vanda með heimanám. Námsárangur er
gjarnan slakur, enda eru 20-30% ofvirkra nemenda talin eiga við námsörðugleika að
stríða auk ofvirkninnar (sem í sjálfu sér hlýtur að teljast til námsörðugleika), börnin
eru óhlýðin og geta sýnt árásargirni. Ofvirk börn hafa ennfremur tilhneigingu til að
eiga í félagslegum örðugleikum, ekki síst ef þau eru árásargjörn. Þeim er ósjaldan
hafnað af jafnöldrum sem stafar líklega af hvatvísi barnanna og athyglisbrestur
bitnar á félagslegri hegðun þeirra (Barkley, 1998:190; DuPaul og Stoner, 1994:3-5).
Að mati Barkleys (1998:190-191) má draga þá ályktun af rannsóknum að það sé
einmitt skólaganga barns sem oft valdi bæði foreldrum og ofvirkum börnum þeirra
mestri vanlíðan; foreldrar þurfi að takast á við að hjálpa börnum sínum bæði í námi
og félagslegum örðugleikum. Þar að auki geta foreldrar jafnvel mætt því viðhorfi frá
kennurum að vandi barnsins stafi af lélegu uppeldi (Barkley, 1998:190-191).
Þar sem mikið af vanda ofvirkra barna, og þá um leið foreldra barnanna, tengist
skólagöngu fer ekki hjá því að samband foreldra og starfsfólks skóla skipti miklu,
enda eru góð og regluleg samskipti heimilis og skóla talin sérlega mikilvæg þegar of-
virk börn eiga í hlut. I þessu sambandi má vitna til höfunda á borð við Rief (1993:5-8)
en að hennar áliti eru góð samskipti og samvinna skóla og heimilis mikilvæg fyrir
árangur í kennslu ofvirkra barna. I sama streng taka Montague og Warger (1997) sem
benda á að mikilvægt sé að kennarar og foreldrar hafi regluleg samskipti í tengslum
við ákvarðanir sem varða barnið í skólanum.
Allmargar rannsóknir hafa verið gerðar á fjölskyldum ofvirkra barna. Niðurstöð-
ur þeirra hafa leitt í ljós að samanborið við fjölskyldur annarra barna eiga þessar fjöl-
120