Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 135

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 135
JÓNÍNA SÆMUNDSDÓTTIR þessar niðurstöður eru í samræmi við ummæli foreldranna í viðtölunum í forrann- sókninni, þ. e. foreldrunum finnst upplýsingastreymi til viðeigandi aðila í skólakerf- inu byggjast að töluverðu leyti á þeirra eigin frumkvæði. Foreldrum var enn fremur gefinn kostur á opnum svarmöguleika til að tjá sig nánar um skólann ef þeir vildu bæta við svör sín. Flokka má svör foreldranna í þrjú þemu. Fyrsta þemað nefni ég þekkingarleysi/skilningsleysi á ofvirkni og vanda/þörfum ofvirkra barna. Nokkuð algengt er að foreldrar kvarti undan því að kennarar og annað starfs- fólk skóla hafi ekki nægilega þekkingu á ofvirkni eða skilning á vanda barnanna. Örfáir foreldrar nefna neikvætt viðhorf og fordóma. Annað þemað nefni ég áhuga- og sinnuleysi. Foreldrar kvarta einnig yfir sinnuleysi, litlum áhuga og að ekki sé tekið á málum. Tvennir foreldrar nefna til að mynda að börn þeirra hafi orðið fyrir einelti sem ekki hafi verið brugðist við. Einnig koma fram athugasemdir þess efnis að foreldrar telji sig þurfa að vera mjög vakandi gagnvart skólanum, s.s. sjá um að starfsfólk fái upplýsingar. Þriðja þemað kalla ég svo góð viðbrögð skólans. Talsverður hluti foreldranna notar þennan svarmöguleika til að lýsa yfir ánægju sinni með skóla eða leikskóla. Dæmi um athugasemdir í þessa veru eru eftirfarandi: „Leik- og grunnskóli hafa komið mjög vel til móts við okkur á allan hátt" og „kennarar eru allir af vilja gerðir til að haga kennslu á þann hátt að hún henti barninu". Tvennir foreldrar geta þess sérstaklega að kennarar barnsins hafi lagt það á sig að afla sér þekkingar á ofvirkni. UMRÆÐUR Rannsóknin og takmarkanir hennar Rannsókn þessi er að miklu leyti hugsuð sem frumrannsókn til að fá yfirlitsmynd af líðan foreldra ofvirkra barna áður en valið er að skoða einstaka þætti nánar, en það verður vonandi gert í frekari rannsóknum hér á landi. Þó reynt sé að bera líðan foreldra samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar saman við niðurstöður erlendra rannsókna verður að segjast að sá samanburður er ekki að öllu leyti réttmætur. í mörgum erlendu rannsóknanna er streita foreldra og trú þeirra á sjálfum sér í foreldrahlutverkinu metin á stöðluðum kvörðum (sbr. „Parenting Stress Index" og „Parenting Sense of Competence Scale" hjá Mash og Johnston 1983). í þessari rannsókn var aftur á móti ákveðið að semja lista sem bygg- ist að talsverðu leyti á forrannsókninni en einnig á fræðilegu efni. Þess ber þó að geta að áreiðanleiki undirkvarðanna sem notaðir eru til að meta líðan foreldra í þessari rannsókn er nokkuð mikill ef frá eru taldir kvarðar sem meta áhyggjur. Samkvæmt Pallant (2001: 85) þykir gott að Cronbachs alpha sé 0,70 eða hærra, en útreikningar á Cronbachs alpha verða fyrir áhrifum af fjölda atriða í lista. Algengt er að sjá lægri tölur þegar notaðir eru kvarðar með fáum atriðum eins og raunin er í þessari rann- sókn. I ljósi þessa virðist mega draga þá ályktun að innra samræmi þessara undir- kvarða sé þegar á heildina er litið, vel viðunandi og líklegt að sameiginlegur þáttur 133
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.