Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 139
JÓNÍNA SÆMUNDSDÓTTIR
Þegar litið er á töflu 1 og mynd 9 má sjá að kennari og sérkennari eru þeir aðilar í
skólakerfinu sem hafa nokkra sérstöðu í augum foreldra, einkum hvað stuðning
varðar. Líklega má rekja þetta til þess að þetta eru þeir sem foreldrið er líklegast til að
hafa regluleg samskipti við.
Af þessum niðurstöðum verður að telja ljóst að foreldrar ofvirkra barna þurfa að
takast á við erfitt uppeldisverkefni sem veldur umtalsverðu álagi og líðan þeirra er
að mörgu leyti hliðstæð reynslu foreldra fatlaðra og langveikra barna ef frá eru talin
áhrif greiningar. Skólaganga barnanna getur valdið nokkru álagi en nokkur hluti for-
eldra telur þó aðila í skóla sýna sér skilning eða stuðning. Þótt fleiri foreldrar telji
þekkingu starfsfólks á skólakerfinu vera nægilega virðist ljóst að þörf er á aukinni
þekkingu á og fræðslu um ofvirkni í skólanum. Enn fremur virðist skólann oft skorta
frumkvæði til að afla upplýsinga og koma þeim til viðeigandi aðila. Þetta veldur því
að foreldrar þurfa að leggja á sig verulega vinnu við að tala máli barnsins í skólakerf-
inu. Gefur auga leið að það eykur álag á foreldrana sem er ærið fyrir.
Heimildir
American Academy of Pediatrics (2000). Diagnosis and evaluation of the child with
attention deficit/hyperactivity disorder (AC0002). Committee on quality
improvement, subcommittee on attention - deficit/hyperactivity disorder. Amer-
ican Academy of Pediatrics, 105(5), 1158-1170.
Auður B. Kristinsdóttir (1999). Foreldrar fatlaðra barna á Suðurlandi: Aðstæður, kennsla
og stoðþjónusta. M.Ed.verkefni: Kennaraháskóli Islands.
Barkley, R. A. (ritstj.) (1998). Attention-deficit hyperactivity disorder: A handbook for
diagnosis and treatment. (2. útg.) New York: The Guilford Press.
Befera, M. S. og Barkley, R. A. (1985). Hyperactive and normal girls and boys: Mother-
child interactions, parent psychiatric status and child psychopathology. Journal of
Child Psychology and Psychiatry, 26, 439-452.
Breen, M. J. og Barkley, R. A. (1988). Child's psychopathology and parenting stress in
girls and boys having attention deficit disorder with hyperactivity. Journal of
Pediatric Psychology, 13, 265-280.
Cunningham, C. E., Benness, B. B. og Siegel, L. S. (1988). Family functioning, time
allocation and parental depression in the families of normal and ADHD children.
Journal ofClinical Child Psychology, 17,169-177.
DuPaul, G. J. og Stoner, G. (1994). ADHD in the schools: Assessment and intervention
strategies. New York: The Guilford Press.
Eyrún ísfold Gísladóttir (2000a). í örugga höfn eða á vit óvissunnar. Glæður, 4, 52-62.
Eyrún ísfold Gísladóttir (2000b). Leit að úrræðum. Þroskahjálp, 4, 32-41.
Fischer, M. (1990). Parenting stress and the child with attention deficit hyperactivity
disorder. Journal ofClinical Child Psychology, 19, 337-346.
Hechtman, L. (1996). Families of children with attention deficit hyperactivity
disorder: A review. Canadian Journal of Psychiatry, 41(6), 350-360.
137