Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 146
MAT A SAMSKIPTAHÆFNI FJOGURRA ARA BARNA
Kennsluaðferðir byggðar á hugsmíðahyggu og ætlaðar til nota í starfi með leikskóla-
börnum einkennast af því að kennarinn virðir sjálfræði barnanna, þ.e. hann virðir rétt
barnanna til þess að hafa eigin tilfinningar, hugmyndir og skoðanir. DeVries og sam-
starfsfólk hennar (1991) gerðu samanburð á samskiptahæfni þriggja hópa leikskóla-
barna þar sem stuðst var við kennsluáætlanir runnar undan rótum mismunandi upp-
eldisstefna, þ.e. hugsmíðahyggju (constructivism), námskenningu (social learning
theories) og stefnu sem byggir á vöidum þáttum ýmissa stefna (eclectic). í rannsókn
sinni studdust DeVries og samstarfsfólk hennar við flokkunarkvarða sem hannaður
var af Selman og félögum (Stone, Robinson og Taylor, 1980). Kvarðinn byggði á stig-
um samskiptahæfni sem DeVries og félagar löguðu að notkun fyrir leikskólabörn.
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar var marktækur munur á hegðun barna úr
leikskólanum þar sem stuðst var við hugsmíðahyggju en þau sýndu að jafnaði hegð-
un á hærra stigi samskiptahæfni en börn úr hinum tveimur leikskólunum (DeVries,
Reese-Learned og Morgan, 1991:473-517).
Niðurstöður rannsóknar Göncú og Cannella (1996:57-67) leiddu í ljós að þegar
leikskólakennarinn dró úr að beita eigin valdi og leiddi börnin áfram að lausn ágrein-
ings með opnum spurninum þá urðu börnin færari um að skilja sjónarmið annarrra.
Rannsóknir (Zahn-Waxler, Radke-Yarrow, Wagner og Chapman, 1992) sýna að þegar
á öðru ári sýna börn hegðun sem endurspeglar umhyggju fyrir öðrum og á leikskóla-
árum barns mótast hæfni barna til að skilja tilfinningar og hugsun annarra (Miller,
Eisenberg, Fabes og Shell, 1996). Ennfremur sýna rannsóknir (Arsenio og Cooper-
man, 1996) að skilji ung börn sínar eigin tilfinningar og annarra sýna þau síður árás-
arhneigð.
ímynd barnsins
Sænski uppeldisfræðingurinn Gunilla Dahlberg (Dahlberg, Moss og Pence,
1999:35-36) telur kenningar sem segja að börn á ákveðnum aldri séu sjálflæg og ekki
fær um að skilja sjónarmið annarra vera ákveðna hindrun hvað varðar sýn okkar á
barnið. Dahlberg telur að ýmsar kenningar af þessum toga endurspegli hugmyndir
um börn sem lítt kunnandi og vitandi einstaklinga. Hún telur að ýmsar kenningar
um getu barna á ákveðnum aldri stefni að því að gera öll börn „eðlileg" og þetta end-
urspegli sýn sem byggir á því að litið er á barnið sem lítt kunnandi og lítt vitandi ein-
stakling. Dahlberg og fleiri fræðimenn (Dahlberg, Moss og Pence, 1999:147-156,
43-61; Edwards, Gandini og Forman, 1993:71-73) telja að sú ímynd standi í vegi fyr-
ir því að við getum litið á barnið sem sterkan einstakling og hún sé fremur líkleg til
þess að hefta þroska þess. Framangreindir fræðimenn kjósa fremur að styðjast við þá
ímynd af barni að það sé sterkt, skapandi og mikils megnugt. Þeirra sýn er að barn-
ið byggi upp þekkingu í samvinnu við aðra einstaklinga, bæði fullorðna og börn. Það
er því mikilvægt að líta á samskipti barns og fullorðins sem samvirkni milli tveggja
einstaklinga sem eru sérfræðingar hvor á sínu sviði. Þetta krefst þess að báðir aðilar
séu virkir á þann hátt að „tveir hugir mætist" í þessu þróunarferli þekkingarinnar
(Donaldson, 1978:17-30; Wood, 1998:15-18; Dahlberg, Moss og Pence, 1999:48-52).
144