Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 148
MAT A SAMSKIPTAHÆFNI FJOGURRA ARA BARNA
ara á deild. Vegna brottfalls í síðari upptöku tókst ekki að nýta þessa pörun til að
auka innra réttmæti. Til endanlegrar úrvinnslu voru því eingöngu valdar upptökur
þar sem sömu börnin spiluðu saman bæði í fyrri og síðari upptöku en það flokkast
sem þægindaúrtak (convenience) (Gall, Borg og Gall, 1996:227-228). Það voru átta
börn úr hvorum leikskóla sem luku rannsókninni. Hegðun þessara 16 barna var túlk-
uð og flokkuð en þar sem hér er um fremur lítið úrtak að ræða hafa niðurstöður lítið
alhæfingargildi.
Mælitæki
I upphafi var börnunum kennt heimatilbúið spil, Tröllahlaup, sem er teningaspil. Líkt
var eftir spili sem DeVries og samstarfsfólk hennar (1991:482-483) notuðu í rannsókn
sinni og það aðlagað íslenskum aðstæðum. Spilið, Tröllahlaup, er teningaspil þar sem
peð eru flutt á milli reita. Þrjátíu og sex reitir eru á spilaborðinu sem er 40x50 sentí-
metrar að stærð. Spilið er hannað með það í huga að það veki áhuga barna og tilgang-
ur þess sé þeim skiljanlegur. Peðin eru tvö tröll sem þurfa að fara langa leið að heim-
an til þess að komast í veislu þar sem þau hitta vini sína og gleðjast með þeim en
veislan er lokareitur spilsins. A leið sinni í veisluna mæta tröllin ýmsum hindrunum.
Lendi tröll leikfélaganna á sama reit tefst ferð þess sem fyrir var á reitnum þar sem
það þarf að fara aftur á byrjunarreit. Lendi tröll á sól þarf það að hörfa til baka í næsta
kastala til að leita sér skjóls fyrir sólinni, því eins og íslensk börn vita verða tröll að
steini ef sólin skín á þau.
Spilinu er ætlað að hvetja börn til samvinnu en þess utan er talið líklegt að ágrein-
ingur komi upp vegna ólíkra hagsmuna leikmanna. Þannig er talið líklegt að reyna
muni á samskiptahæfni barna, en metnar voru annars vegar samningaviðræður (NS)
og hins vegar hvernig barn deilir reynslu (SE) með leikfélaga.
Myndbandsupptökur voru skoðaðar og hegðun barnanna flokkuð samkvæmt að-
ferð DeVries og samstarfsfólks (1992) til að meta samskiptahæfni þeirra (interper-
sonal understanding). Aðferðin byggir á flokkum sem Stone, Robinson og Taylor
(1980) settu fram í þeim tilgangi að meta hæfni unglinga í samningaviðræðum (NS =
negotiation strategies). Flokkar Stones og félaga voru 52 talsins á þremur stigum.
DeVries og félagar endurskoðuðu þessa flokka, juku við þá og löguðu skilgreiningar
að notkun kvarðans með yngri börnum (DeVries, Reese-Learned og Morgan, 1991).
Einnig bættu þau við 21 flokki þess að deila reynslu (SE = shared experiences), sem
einnig voru á þremur stigum, en þessi flokkun byggir einnig á rannsóknum Selmans
og félaga (Selman, 1980; Selman og Yeates, 1987). Flokkarnir, sem skiptust á þrjú stig
samskiptahæfni, voru alls 76 að tölu, annars vegar 52 flokkar hegðunar samningavið-
ræðna og hins vegar 21 flokkur þess að deila reynslu. Auk þess voru þrír flokkar
hegðunar sem ekki voru tengdir stigum samskiptahæfni. í handbók DeVries og sam-
starfsfólks hennar er heiti flokkanna skammstöfun sem auðvelt er að tengja ensku
orði sem er lýsandi fyrir flokkinn. Rannsakandi studdist við þessi ensku heiti flokk-
anna, en gaf flokkunum jafnframt íslensk heiti til að auðvelda lesendum að tengja
skammstöfun við nafn flokks og merkingu hans.
146