Iðunn - 01.11.1884, Qupperneq 11

Iðunn - 01.11.1884, Qupperneq 11
Breiðu herðarnar. 133 sem lamdi hvern, er móti honum andaði, með reið- písknum. Jeg bar þetta lengi vel framan af með þögn og þolinmæði af því jeg vildi ekki styggja föður minn; en loksins fór það samt út um þúfur. það var einn fagran sumarmorgun um kornskerutímann út á víðum akur-vangi, að okkur Bartel lenti saman í augsýn himinsins alskínanda og allra vinnuhjúanna frá höfuðbólinu ; mundi Bartel þó að líkiudum ekki hafa liaft upptökin til þessarar viðureignar, ef hann hefði séð fyrir, hvern enda hún mundi taka. Mér er enn þá sem jeg heyri ið þrítekna »húrra«, sem gaus úr kverkum þessara lrvítu þræla, þegar þorpar- inn lá undir mér á vellinum, og þegar jeg að síðustu eptir tvö vel úti látin högg þéytti reiðpísknum langa leið út á bláblikandi stöðuvatnið. Já, herrar mínar, jeg kemst á lopt við þetta húrra, í hvert skipti sem jeg hugsa til þess, og opt þegar illa hefir legið á mér, hef jeg huggað mig við, að það muni vera tilfært tekjumegin í höfuðbók lífdaga minna, og vorði svo til að kvitta mig af refsingu fyrir eitt eða aiinað af hinum öðrum heimskupörum mínum. Bptir þessi stórtíðindi þorði jeg ekki að koma heim til föður míns, eins og þið getið nærri. Jeg fór huldu höfðu meðal ættmenna og kunningja þangað til sá tírni kom að höndum, að jeg átti að fara í »kóngstreyuna«:L. Mér gekk miklu betur að eiga við fallbyssurnar heldur én við latínsku stílana, og með því yfirmanni mínum gazt vel að mér, og faðir minn óskaði þess jafnframt, þá bauðst jeg til fram- haldandi herþjónustu eptir að æfingarár mitt var á enda; það leið heldur ekki á mjög löngu að jeg komst i) p. e. verða dáti.

x

Iðunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.