Iðunn - 01.11.1884, Side 12

Iðunn - 01.11.1884, Side 12
234 Spielhagen: dálítið áfram og varð undir-eldmeistari í skotliðinu. Jeg sá þegar í anda gullskúfana glóa á öxlum mér, en þá—jæa, Berkenfeld minn, jeg skal ekki halla á virðingu stéttar yðar, en það er á stundum eitthvað svo bogið við þessa hcrnaðarlegu lilýðnisskyldu, að það getur komið ærlegum dreng til að láta hugfall- ast. Binmitt um þetta leyti bar svo til að einn af skólabræðrum mínum, sem jeg hafði stundum lumbr- að á, þegar viðvorum saman, og það að maklegleik- um, held jeg megi segja—aðeinmitt þessi sami snáði slapp við burtfararpróf úr foringjaskólanum-—og það var nú svo sem auðvitað, að hann var skipaður í foringjastöðu við minn fallbyssugarð, rétt eins og það væri til að fylla mæli synda minna upp á barma. Hvað mikið þessi splunkurnýi lautenant hefir lært á foringjaskólanum, skal jeg láta ósagt, en hins varð jeg bráðum fullvís, að hann hafði engu gleymt, og sízt neinu, er við kom sambúð okkar í fyrri daga. Jeg ætla ekki að nafngreina hann, það stendur ekki á neinu, enda hef jeg fyrir löngu síðan fyrirgefið honum, og kæmi hann núna samstundis inn um dyrnar, þá skyldi jeg bjóða hanu velkominn; en þá var jeg tíu árum yngri og heimskari, enda getur verið að hann hafi farið of frekt í það við mig, að minsta kosti var jeg dæmdur til fimm ára vistar í kastalan- um, en það sögðu menn þá, að mætti kallast fáheyrt lán eptir því sem á stóð. Hvað um gildir, alla hluti má skoða frá tveimur hliðum og eins erum íanga vist í kastala. Vonda hliðin á henni og sú vérri fyrir mig var það, að veslingnum honum föður mínum gekk svo'til hjarta þessi skömm, sem jeg hafði orðið fyrir, að hann náði sér okki aptur, og litlu síðar dó hann ; jeg er

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.