Iðunn - 01.11.1884, Side 13
Breiðu herðarnar.
235
hræddur um að hjarta hans hafi brostið. Jeg var
einka barn hans og guð einn veit, hvað glæsilega
framtíð hann hefir ætlað mér. Hann hafði aldrei
komizt lengra sjálfur en í undirtyllu embætti við
bág kjör ; jeg átti nú að minsta kosti að komast svo
hátt að fá stjórnarráðs nafnbót. Minn góði, gamli
faðir unni mér hugástum, og það er það sárasta sem
hefir kornið fyrir mig á æfinni, aö jeg skyldi gera
honum svo mikla sorg og mæðu—og þó veit guð, að
það var mjög á móti vilja mínum. Faðir minn var
ekkert fyrirtak að gáfum, en hanu var ráðvendnin
sjálf og valmenskan.—Friður veri með dupti haus.
Já, þá er nú einnig að taka fram góðu hliðina á
þessari fimm ára fanga vist;—það gotur hugsast að
jeg hafi verið of blóðríkur eða þá að blóð mitt hafi
ekki verið blandað í réttum hlutföllum, eða að það
hafi þurft að brjóta sig og jafna sig sjálft, eins og vínið,
sem menn láta liggja svo sem tvéggja mánaða tíma í
kjallaranum, áður en menn tappa það á flöskur. Svo
mikið er víst að fyrst framan af sauð og ólgaði blóðið
í mér fjarskalega, svo mér lá við að halda.að jeg hefði
það ekki af, eða þá að jeg yrði bandóður; en það
kyrðist í mér smámsaman, það færðist einhver ró-
semd, já, hreint að segja einhver helgidagsfriður yfir
huga minn, svo mér gat ómögulega fundizt aðjeg
væri eins ógæfusamur og mér hefði átt að finnast, eptir
því sem skyldan bauð mér. jpó mér gæti ekki skilizt,
hversvegna sá maður, sem var sér ekki neins glæps
meðvitandi, ætti endilega að sæta sömu meðferð og
glæpamaður, þá hugsaði jeg svona með sjálfum mér:
guð veit það líklega; og skyldi svo vera að hann
kærði sig ekki neitt sérstaklega mikið um annan eins
greyskiuns garm og mig, þá hugsaði jeg, að þetta