Iðunn - 01.11.1884, Page 15
Breiðu herðarnar. 237
var ekki að eins vel skrifandi heldur eiunig góður
reikningsmaður; lét hann á sér heyra að jeg mundi
vafalaust vera sérlega vel upplagður fyrir stærðfræði.
Jeg hló fyrst að þessum orðum hans eins og mark-
leysu, en með því hann var sjálfur afbragðs stærð-
fræðingur og sterkur í röksemdaleiðslu, þá sannaði
hann mér til fullnustu, að hann hefði rétt að mæla.
Mér varð einhvern veginn undarlega við þetta. Jeg
fekk nú í fyrsta sinni nokkurs konar virðingu fyrir
sjálfum mér, og þó enn meiri virðingu fyrir velgjörða-
manni mínum, og þegar jeg skömmu síðar leysti als-
endis rétt úr verkefni einu, sem hann hafði fengið
mér, og þegar hann svo ldappaði mér á herðarnar
og sagði : »þarna getið þér séð, Eóland, þér komist
prýðilega fram úrþví«—já, þávarð jeg svo klökkur, að
jeg feldi fegins tár af augum og kysti á hendur val-
mennisins með innilegri þakklátssemi.
Og hann gerði meira fyrir mig en þetta. |>að
stóð svo á að einmitt um þessar mundir var settur
upp gas-mælir í kastalanum. Herra v. Eisenfresser
sagði sjálfur verkmönnum fyrir og lót mig ekki að
eins semja allar áætlanirnar og búa til uppdrættina
í skrifstofunni, heldur gerði hann mig í tilbót að
umsjónarmanni við byggingarverkið, svo að eg fyrir
hans aðstoð kyntist út í æsar öllu hér að lútandi,
bæði hvað hið þekkingarlega og verklega snerti.
“það getur komið yður að noturn þó seinna verði,
Eóland minrni, sagði hann opt þegar hann kom inn
í starfhúsið, og ldappaði mér þá um lcið á herðarnar
til að láta í ljósi ánægju sína.
Honum geðjaðist vol að herðum míuum, bless-
uðum karlinum. Mínar herðar voru svo afarbreiðar
°g hans voru svo rnjóar. »það er sönn ánægja að