Iðunn - 01.11.1884, Side 25

Iðunn - 01.11.1884, Side 25
Breiðu herðarnar. 247 leið og hann horfði á mig svo elskulega eins og hann væri bráðskotinn í mér.—»Ef þér eruð fullfær í því, sem þér eigið að kunna, þá skuluð þér fá embættið, svo sannarlega sem jeg heiti Jóhann Agúst Jiiger«. »Ekki vantar mig kunnáttuna, herra Jáger«, sagði jeg, og enn í dag er mér óskiljanlegt, hvaðan mér kom sú dirfska, að tala svona sjálfbyrgingslega og digurmannlega, »jeg kann það alt saman upp á mína tíu fingur«. »Jeg trúi yður, jeg meira en trúi yður, þegar þér segið það; þér eruð sannur ágætismaður. Komið þér nú og setjist hérna við borðið og segið mér, hvar og hvernig og hvað þér hafið lært. Hvert er nú t. a. m. yðar álit á inni nýu gasmælis samsetning Mr. Hotwaters í Liverpool«. Jeg skildi undir eins af spurningunni, að gamli maðurinn mundi vera æði vel heima í gasfræðinni. Jeg lagði mig því til og útlistaði ítarlega fyrir honum hvers vegna mér als ekki geðjaðist að inni nýu upp- fundningu Mr. Hotwaters, sem svo var kölluð, og hvers vegna mór fyndist minn máti vera betri. þvi næst dró jeg upp úr vasa mínum uppdrætti nokkra, sem sýndu og útskýrðu uppfundningu mína, og breiddi þá fyrir framan Jágér. Og með því jeg var einstaklega innlífaður málefni þessu og liafði ekki hingað til hitt nokkurn mann, sem jeg gat látið mig í ljósi við nema Hans minn Sorgenfrí, þá lét jeg dæl- una ganga jafnt og þétt og talaði þangað til jeg komst i hita; hélt jeg áfram hálfa klukkustund fyrir víst, en gamli maðurinn sat á meðan, kinkaði kolli og tautaði öðru hvérju: »hum, hum, ágætt, ágætt, ljóm- andi gott«. Og úr því gangurinn var kominn á mig, þá sagöi jeg honum með sama, hverjir foreldrar mín-

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.