Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 9
ÆGIR 3 hækkuðum sköttum og álögum, eftir að lánstraust þraut, til þess að standa straum af atvinnuleysingjunum. Þrátt fyrir það, þó að alvinnuleysið sé ekki orðið eins mikið’ hlutfallslega bjá okkur eins og ýmsum stærri iðnaðar- þjóðum, þá er þó ekki að neita þvi, að það er orðið mjög áberandi, einkum að vetrinum í stærri bæjunum. Að visu er atvinnuleysi að vetri til, ekkert nýtt fyr- irbrigði hjá okkur, því svo var þaðjafn- an meðan kútteraveiðarnar voru stund- aðar, og þá aðeins að sumrinu og fram eftir hanstinu, að allur fjöldi sjómanna gekk að mestu iðjulaus allan veturinn, en þó var ekkí atvinnuleysið þá eins á- berandi og nú, bæði höfðu ávallt nokkr- ir menn töluverða atvinnu fram eftir hausti við að hreinsa skipin og ganga frá þeim undir veturinn, auk þess var vinnuskiptingin í stærri kaupstöðum ekki keyrð í eins fastar skorður og nú, eða kröfur þær, sem gerðar voru til húsa- bygginga í bæjunum, svo að margir sjó- manna unnu að miklu leyti að koma húsum sínum upp í félagi að vetrinum, eða að minnsta kosti undirbúa það eins og hægt var að vetrinum. Þeir sluppu því flestir við að þurfa að borga þá háu húsaleigu, sem nú iþyngir svo mjög hin- um lægst launuðu stéttum bæjanna. Með núverandi fyrirkomulagi sjávar- útvegsins, er það því auðséð, að atvinnule3rsi að vetrinum er ekki neitt stundarfyrirbrigði hjá okkur, jafnvel þó að svo rætist úr atvinnuvegunum °g framleiðslunni, að nægileg atvinna v*ri að sumrinu — en því var ekki að fagna siðastliðið sumar — því að hæði frá fiskverkuninni og síldveiðunum kemur á haustin fjöldi verkamanna, sem fnga atvinnu fær að vetrinum, og það jafnvel þó hægt væri að halda öllum togurum á ísfiskveíðuni að vetrinum og fjölga þeim nokkuð frá því sem nú er, en með þeim hömlum, sem nú eru um sölu á ferskum fiski, bæði til Englands og Þýzkalands, þá er ekki bjart fram undan á þeirri leið heldur. Til þess að ráða bót á þessari sárustu neyð atvinnuleysisins. hafa sumir stærri bæirnir, einkum þó Reykjavik, reynt að láta nokkurn hluta fólksins fá svo kallaða dýrtfðarvinnu, sem aðallega hefur verið i því fólgin, að nokkur hundruð manna hafa verið reknir út í móa og inn um holt, að meslu til að berja klaka eða vinna aðra óarðberandi vinnu, í stað þess að leitast eftir, hvort ekki er hægt að koma af stað einhverjnm iðnaði í sambandi við framleiðslu þá, sem fyrir er í iand- inu, sem dragi úr mesta alvinnuleysinu að vetrinum, t. d. má benda á, að þvi er Reykjavík snertir, að hér voru i sænska frystihúsinu frystar nokkur hundruð smá- lestir af fiskflökum, þetta var nýr iðn- aður hjá okkur, og að því er sjá má, af umsögn enskra fiskitímarita, hefur þessi framleiðsla líkað mjög vel, en formaður frystihússins hefur sagt mér, að kostnað- arins vegna verði þessum tilraunum ekki haldið áfram, þar sem kaup þeirra, sem vinna á næturvöktum sé samkvæmt taxta kr. 2,50 um tímann, þó kaup þeirra sem á daginn vinna, sé ekki nema kr. 1,36. Hér er atvinnumöguleiki fyrir fjölda manns, einmitt þann tíma árs, sem ann- ars er jafnan atvinnuleysi, auk þess, sem hér skapaðist nokkur atvinna fyrir þær bátshafnir sem öfluðu fisksins, en ein- mitt að vetrinum er fiskur okkar bezt hæfur til þessa iðnaðar, því þá er hann feítastur og fastastur í holdum. En þegar um slíkan iðnað er að ræða, verður að vinna hvort heldur er á nótt eða degi, þar sem vélarnar reka eftir á annan veg- inn, enda hagar oft svo til, að skipin koma með aflann á land seinni hluta

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.