Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 29

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 29
ÆGIR 23 má eftir útflutningi þeirra, sem hefur verið mikið meiri en í fyrra, þá ættu birgðir að vera þar mjög í hófi. Eins og ég hef áður tekið fram í ýms- um greiniim mínum í Ægi og áramóta- skýrslum, er okkur það mjög bagalegt, að geta ekki fengið eftir hendinni skýrsl- ur um fiskframleiðslu Færeyinga, en margir hafa litið svo á, að framleiðsla þeirra væri smávægileg og gætti ekki svo mikið á heimsmarkaðinum, en svo er ekki. Eftir þeim upplýsingum sem sendi- herra Dana hér hefur látið Fiskifélaginu i té, hefur fiskframleiðsla Færeyinga und- anfarandi verið : 1932 28000 smál. 1931 30500 — 1930 31800 — 1929 27000 — Þvi miður er ekki hægt að sjá hvort að hér er miðað við verkaðan flsk, eins •og við gerum í okkar skýrslum, eða hvort miðað er við fullsaltaðan fisk, en mér þykir líklegra að svo sé. Landhelgisgæzlan. Hana önnuðust af íslendinga hálfu á árinu aðallega varðskipin »Óðinn« og »Ægir«. Auk þess var »Þór« við landhelgis- gæzlu fyrir Suðurlandinu fyrri hluta árs- ins, jafnframt björgunar- og eftirlitsstarfi sínu við Vestmannaeyjar, meðan vertíðin stóð yfir. Síðari hluta ársins voru þó varðskipin »Óðinn« og »Ægir« sjaldan samtímis við gæzluna, heldur skiptust þau á við starf- ann. Það má því segja, að mikinn hluta ársins hafi landhelgisgæzlu að eins verið haldið uppi af íslendinga hálfu með einu skipi. Af Dana hálfu önnuðust varðskipin »Fylla« og »Hvidbjörnen« gæzluna til skiptis eins og árið áður. Var »Fylla« hér þann tíma, sem »Hvidbjörnen« var við Grænland, en fór til Danmerkur þegar hann kom hingað aftur. Enn fremur tók danskur eftirlitsbát'ur »Maagen« einn togara að ólöglegum veið- um hér við land á leið sinni frá Dan- mörku til Grænlands, en bátur þessi var sendur þangað til eftirlits með fiskiveið- um þar. Þá var einn ísl. mótorbátur Jón Fínns- son við gæzlu fyrir Vesturlandi yfir sumarmánuðina, en gæzlu með liku sniði hefur verið haldið þar uppi nokkur und- anfarandi sumur, og befur þótt sýna góðan árangur. Það stingur því mjög í stúf hve há- værar kvartanir hafa komið frá Vestur- landi síðastliðið sumar út af yfirgangi togara, einkum þó frá Arnarfirði, enda er sumarpeiði stunduð þar mest og ein- göngu af smábátum. Alls hafa 8 togarar verið teknir á árinu fyrir ólöglegar veiðar, og er það rúmlega helmingi lægri tala en árið áður. Af skipum þessum hefur »Ægir« tekið 4, »óðinn« 1, »Fylla« 2 og »Maagen« 1. Borið saman við undanfarandi ár, þá hefur landhelgisgæzlan verið i veikasta lagi, og væri æskilegt, að hægt væri að bæta svo úr því, að jafnan væru, að minnsta kosti, tvö ísl. varðskip samtímis við gæzluna. t*á læt ég jafnframt fylgja hér með viðbótarskrá yfir þær breytingar, sem gerðar hafa verið í Hæstarétti á árinu, á sektar-upphæðum þeirra skipa, sem að áður hafa verið dæmd. Eins og í undanfarandi skýrslum mín- um, eru að eins talin hér ,þau skip, sem dæmd hafa verið í undirrétti eða Hæsta- rétti, en sleppt þeim skipum er varð- skipin hafa tekið til hafnar fyrir ímynd- uð brot, og sýknuð hafa verið í undir- rétti, eða þau skip, sem sleppt helur verið með áminningu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.