Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 22
16 ÆGIR arinnar, og fékk hana til að gefa' út bráðabirgðalög, sem banna útflutning á öllum verkuðum og óverkuðum fiski, sem lagður er á land á íslandi eftir 1. janúar 1933 til 1. apríl, nema stjórn Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda gefi samþykki sitt til sölunnar. Það má ganga út frá því sem gefnu, að fiskeigendum sé nú farin að skiljast hin miklu hlunnindi, sem þeir hafa haft af Samlaginu, því það er gefið, að hefði Samlagið ekki myndast í vor á þeim tíma, sem .það þá var gert, að fisksalan á árinu 1932 hefði sízt farið betur en árið áður. Það eru því margar miljónir, sem Samlagið hefur fært ísl. fiskframleiðend- um, svo að þegar maður horfir til baka yfir liðna árið, er ekki hægt að segja ann- að en að sala sjávarafurðanna hafi geng- ið vei, og ef að þrengingar ársins 1931, befðu ekki legið eins og mara á allri útgerð, þá væri útvegurinn yfirleftt all- vel settur. Pað eru þessir tveir tiltölulega sam- . stæðu atburðir frá árinu 1932, sem gera það sérstaklega eflirminnilegt fyrir þá menn, sem að sjávarútveginum standa. Á annan veginn afnám Síldareinkasöl- unnar og framtak það sem athafnafrels- ið skapaði á því sviði, en á hinnveginn stofnun Fisksölusamlagsins og samtök þau, er það hefur myndað á grundvelli félagslegra samtaka. Verð á meðalalýsi hefur verið lægra en árið áður. Alls hefur útflutningur á fiski á árinu verið, borið saman við undanfarandi ár: 193S af verkuðum fiski 59103080 kg. óverkuðum 17762970 — 1031 af verkuðum fiski 58907120 — óverkuðum 15640020 — 1030 af verkuðum fiski 51571620 — óverkuðum 20722640 — En að verðmæti til er fiskútflutning- urinn í ár nærri 1 millj. kr. meiri en í fyrra. Far sem fullkomnar útflutníngsskýrsl- ur eru ekki enn þá komnar fyrir árið 1932, Jæt ég fylgja hér til bráðabirgða, fiskútflutninginn á árinu til einstakra landa og staða. Skýrsla þessi nær að eins yfir þann fisk, sem sendur er héðan í heilum förmum með sérstökum skipum, en auk þess er alltaf sent nokkuð af fiski til útlanda með strandferða- og milli- landaskipum, enda stemma ekki heild- artölurnar við það, sem til er færtíkafl- anum hér á undan. Það er mjög eftirtektarvert og áber- andi, hve útflutningi héðan til Barce- lóna hrakar. og er það í samræmi við það sem um getur í skýrslu fiskifulltrú- ans, Helga Briem, í síðasta tölubl. Ægis. Við verðum að hafa opin augu fyrir samkeppni þeirri, sem við stöndum nú i við Færeyinga um yfirráðin á þeim markaði og leggja alla krafta fram til að vinna aftur það, sem tapað er, áður en orðið er um seinan. Togaraveiði og ísfiskssala. Veiði á togara, bæði á síldveiðum og saltfiskveiðum, gekk vel á árinu. Þó var vertíðarafli togaranna borið saman við lóðaskipin, ekki eins góður og búast mátti við, þegar tillit er tekið til hins feiknamikla afla lóðaskipanna og allrar aðstöðu. Verkföll voru engin í samhandi við togaraveiðarnar og kaup hélzt að mestu leyti óbreytt frá því sem áður var. Einstaka togari byrjaði saltfiskveiðar snemma í marzmánuði og hættu svo aftur um tíma, því veiði var treg, en yfirleitt byrjuðu togararnir ekki veiðar fyr en síðast í marz, eins og tafla IV ber

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.